Þú ert hér: Home Skáldið Fjölskyldan
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Fjölskyldan

Fjölskyldan

Prenta út

Franzisca Antonia Josephine Jörgensen. Gunnar kynntist Franziscu Antoniu Josephine Jørgensen á dansleik hjá Íslendingafélaginu í Kaupmannahöfn 1911. Hún var þar í fylgd með Önnu systur sinni sem var gift Einari Jónssyni myndhöggvara. Þær systur voru járnsmiðsdætur en móðir þeirra af þýskum aðalsættum, von Wenk. Franzisca var fædd 4. apríl 1891. Gunnar og Franzisca gengu í hjónaband 20. ágúst 1912, tveimur mánuðum eftir að Gyldendal hafði tekið Ormarr Örlygsson (1. bindi Borgarættarinnar) til útgáfu.

 

Ein af mörgum umfjöllunum sem birtust um lífið á Friðarhólmi. Þessi grein birtist í Hus og Hjem.Frumburður þeirra Franziscu og Gunnars var Gunnar sem fæddist 28. maí 1914. Seinni sonurinn, Úlfur, fæddist 12. nóvember 1919. Drengina kölluðu þau Gut og Trold, nöfn sem áttu eftir að fylgja þeim lengi.

Þar sem Gunnar hafði litla trú á dönsku skólakerfi og taldi það steypa alla í mót meðalmennskunnar réði hann einkakennara sem kenndi drengjunum inni á heimilinu til unglingsára.

 

Gut - Listmálarinn

Gunnar Gunnarsson yngriGunnar yngri veiktist af brjósthimnubólgu og berklum sem barn og lá nærri heilt ár á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Listfengi hans kom snemma í ljós og aðeins 16 ára gamall fékk hann inngöngu í rómaðan einkaskóla listmálarans Carls Larsens. Hann nam síðan og kynnti sér málaralist víða um Evrópu. Gunnar byrjaði snemma að skreyta verk föður síns en þekktastar eru myndskreytingar hans úr Fjallkirkjunni sem komu fyrst út 1951 og prýddu þá 2. útgáfu af þýðingu Halldórs Laxness.
Hann kom til Íslands með foreldrum sínum 1939 og ílentist á Skriðuklaustri sökum stríðsins. Hann kvæntist síðan Signýju Sveinsdóttur sem kom sem vinnukona í Skriðuklaustur. Þau eignuðust þrjú börn. Gunnar lést 1977.

 

Trold - Læknirinn

Úlfur GunnarssonÚlfur lærði til læknis í Rostock og Greifswald í Þýskalandi. Þar var hann öll stríðsárin við nám en flutti til Íslands 1945. Hann lauk prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1947. Sú reynsla sem hann öðlaðist í Þýskalandi á stríðsárunum átti eftir að nýtast honum vel í starfi á Íslandi. Hann starfaði lengst af sem sjúkrahúslæknir á Ísafirði og segja sögur að þar hafi hann leyst ýmsar þrautir sem aðrir stóðu ráðþrota frammi fyrir.
Úlfur kynntist konu sinni Benedictu Katharinu Irene hjúkrunarkonu í Þýskalandi. Eignuðust þau fjögur börn. Úlfur lést 1988.

 

Grimme - Blaðamaðurinn

Grímur GunnarssonGunnar átti þriðja soninn. Sá hét Grímur og var ávöxtur ástarsambands sem Gunnar átti á þriðja áratugnum við Ruth Lange, fyrrum konu rithöfundarins Tom Kristensen og dóttur danska skáldsins Sven Lange. Grímur fæddist 1929. Hann ólst upp hjá móður sinni en varð seinna vel þekktur blaðamaður í Danmörku og skrifaði undir höfundarnafninu Grimme. Grímur kvæntist handknattleiksstjörnunni og landsliðsþjálfaranum Else Birkmose og saman unnu þau á Aktuelt í áratugi.
Þau eignuðust engin börn. Grímur lést 1998.


 

Gunnar kynntist lífsförunaut sínum í Kaupmannahöfn 1911. Hún hét Franzisca Antonia Josephine Jörgensen og var tveimur árum yngri en hann. Fyrsta bók Gunnars á dönsku, Digte, var tileinkuð henni. Franzisca og Gunnar með Úlf nýfæddan Franzisca, Anna systir hennar, Gunnar yngri, Úlfur og óþekkt kona. Franzisca, Anna systir hennar, Gunnar yngri og Úlfur. Gunnar og fjölskylda ásamt gestum á Friðarhólmi á fyrri hluta fjórða áratugarins.Hjónin Gunnar og Franzisca með Gunnar yngri í júní 1916. Gunnar yngri Úlfur Úlfur Grímur Gunnar yngri með Úlf í fanginu. Bræðurnir á hestbaki við Fredholm. Gunnar yngri og Úlfur Úlfur og Gunnar Franzisca á sleða með Úlfi. Gunnar með Gunnar yngri
 

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Öll erum við ekkert
nema sjórekin lík!
...Sjórekin lík
...á strönd
...lífsins

Strönd lífsins 1915


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni