Þú ert hér: Home Menningarsjóður Skipulagsskrá
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)
Prenta út

 gg-culture-fund-logo-stripe

SKIPULAGSSKRÁ


1. gr. Heiti
Sjóðurinn heitir „Menningarsjóður Stofnunar Gunnars Gunnarssonar“ og er með sérstaka stjórn og starfar skv. lögum nr. 19/1988.


2. gr. Heimilsfang og varnarþing
Heimili og varnarþing sjóðsins er á Skriðuklaustri í Fljótsdal.
   

3. gr. Markmið
Tilgangur sjóðsins er tvíþættur: annars vegar að renna stoðum undir starfsemi Stofnunar Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri með árlegum framlögum til hennar; hins vegar að styðja rithöfunda, listamenn, fræðimenn og námsfólk til verka er samræmast hlutverki Gunnarsstofnunar. Með þeim hætti er sjóðnum ætlað að efla menningarstarf á Skriðuklaustri og styrkja ímynd Gunnarsstofnunar sem menningarstofnunar.


4. gr. Stofnendur og stofnframlag
Stofnandi Menningarsjóðs Stofnunar Gunnars Gunnarssonar er mennta- og menningarmálaráðuneyti, kt. 460269-2969. Heildarframlag stofnfjár er lagt fram af ríkissjóði og er kr. 43.412.013.- sem samsvarar þeim fallbótum sem Landsvirkjun greiddi íslenska ríkinu fyrir vatnsréttindi Skriðuklausturs við Jökulsá á Dal vegna lands Brattagerðis. Þar af eru 10.000.000 kr. óskerðanlegur hluti stofnframlags sem ávaxta skal með tryggilegum hætti.
     Sjóðurinn ber ábyrgð á skuldbindingum sínum með öllum eignum sínum og öðrum þeim verðmætum er hann kann að eignast síðar. Sjóðurinn er óháður öllum öðrum lögaðilum og einstaklingum.


5. gr. Stjórn
Stjórn Menningarsjóðs Stofnunar Gunnars Gunnarssonar er skipuð þremur mönnum og einum til vara til þriggja ára í senn. Stjórn Stofnunar Gunnars Gunnarssonar tilnefnir tvo fulltrúa og einn til vara. Mennta- og menningarmálaráðherra tilnefnir einn fulltrúa úr hópi afkomenda Gunnars Gunnarsonar. Sjóðsstjórn kýs formann úr sínum hópi og skiptir að öðru leyti með sér verkum. Ákvarðanir stjórnar eru teknar með meirihluta atkvæða. Stjórnarmenn fá hvorki greidd laun né þóknun fyrir venjuleg stjórnarstörf.
  Stjórnin skal framfylgja meginmarkmiðum skipulagsskrár þessarar og einstökum ákvæðum hennar. Stjórnin ber ábyrgð á rekstri, fjárhag og eignum sjóðsins og kemur fram fyrir hans hönd gagnvart þeim sem veita sjóðnum fjárhagslegan stuðning. Stjórnin ákveður stefnu og starfstilhögun sjóðsins í samræmi við skipulagsskrá þessa og setur sér starfsreglur.
  Stjórnin er að öllu leyti óháð boðvaldi stofnenda eða annarra aðila og hún skal taka allar meiriháttar ákvarðanir á vegum sjóðsins. Sjóðstjórn ber ábyrgð á ávöxtun sjóðsfjár og er heimilt að fela viðurkenndum fjárvörsluaðila umsjón með fjármunum sjóðsins.


6. gr. Fundarboðun
Boða skal til stjórnarfundar með tryggilegum hætti. Enga mikilvæga ákvörðun má taka fyrir hönd sjóðsins nema stjórnin sé fullskipuð. Stjórnarmaður má ekki taka þátt í meðferð einstaks máls ef það málefni sem fyrir liggur til ákvörðunar skiptir hann verulegu máli fjárhagslega eða siðferðislega. Aðalatriði þess sem fram fer á stjórnarfundum skal færa til bókar. Fundargerðir stjórnar skuli birtar opinberlega.


7. gr. Tekjur
Tekjur Menningarsjóðs Stofnunar Gunnars Gunnarssonar auk vaxta af stofnframlagi eru tekjur af framlögum frá opinberum aðilum, einstaklingum, fyrirtækjum og samtökum og annars aflafjár.
  Tekjum Menningarsjóðs Stofnunar Gunnars Gunnarssonar má einvörðungu verja í þeim tilgangi sem samrýmist tilgangi sjóðsins, sbr. 2. gr., og til að standa straum af kostnaði við rekstur sjóðsins.

8. gr. Ráðstöfunarfé og styrkveitingar
Sjóðstjórn hefur árlega til ráðstöfunar vaxtatekjur af eignum sjóðsins að frádregnum verðbótum. Jafnframt hefur sjóðstjórn heimild til að verja allt að 10% af höfuðstól sjóðsins til styrkveitinga samkvæmt ákvæðum 9. gr. en án þess þó að ganga á óskerðanlegan hluta sjóðsins, sbr. 2. mgr. 3. gr.
  Styrkir úr sjóðnum skulu auglýstir til umsóknar í fjölmiðlum samkvæmt nánari ákvæðum er sjóðstjórn ákveður.
  Stjórn skal úthluta ráðstöfunarfé til styrkja sem samrýmast megintilgangi sjóðsins skv. 2. gr. skipulagsskrárinnar og í samræmi við auglýsingu.


9. gr. Reikningsárið
Reikningsárið er almanaksárið og er fyrsta reikningstímabil frá stofnun sjóðsins og til næstu áramóta. Stjórn sjóðsins skal ganga frá reikningum næstliðins árs fyrir 1. maí ár hvert.
  Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir af eða hljóta könnunaráritun af löggiltum endurskoðanda, sem skipaður er af stjórn eitt ár í senn. Endurskoðaðir reikningar skulu sendir Ríkisendurskoðun eigi síðar en 30. júní ár hvert fyrir næstliðið ár ásamt skýrslu um hvernig fé sjóðsins hefur verið ráðstafað á því ári. Um reikningsskil sjóðsins fer eftir því sem segir í lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.


10. gr. Breyting samþykkta, slit og sameining
Til þess að breyta skipulagsskrá þessari, sameina sjóðinn öðrum sjóði eða leggja hann niður, þarf samþykki allra stjórnarmanna. Slíkt skal svo borið skriflega undir embætti sýslumannsins á Sauðárkróki. Komi til niðurlagningar Menningarsjóðs Stofnunar Gunnars Gunnarssonar ganga eignir hans til Stofnunar Gunnars Gunnarssonar sem ráðstafar þeim í samræmi við þann tilgang sem lýst er í 2. gr. hér að ofan.


11. gr. Staðfesting sýslumanns
Leita skal staðfestingar sýslumannsins á Sauðárkróki á skipulagsskrá þessari.

Samþykkt á Skriðuklaustri þann 16. apríl 2013

Katrín Jakobsdóttir (sign.)
F.h. mennta- og menningarmálaráðuneytis


Sigríður Sigmundsdóttir (sign.)
F.h. Stofnunar Gunnars Gunnarssonar


Skipulagsskrá þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum um sjóði
og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, nr. 19/1988.


Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 26. ágúst 2013

 

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Innra með sér var hann
frá sér numinn af unaði,
fann til þess í hverri taug
     og blóðdropa,
að hann var einkasonur
þessara hugumstóru fjalla.

Saga Borgarættarinnar 1929


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni