Þú ert hér: Home Gunnarsstofnun Stefna 2013-2022
 • Increase font size
 • Default font size
 • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Stefna 2013-2022

Hér er hægt að hlaða niður stefnuskjali Gunnarsstofnunar sem staðfest var 2013 og gildir til 2022.

Stefna Gunnarsstofnunar 2013 - 2022

 

Meðal þess sem er að finna í stefnuskjalinu er Umhverfisstefna stofnunarinnar sem er svohljóðandi:

Umhverfisstefna
STEFNA OG FRAMTÍÐARSÝN
Gunnarsstofnun hefur sjálfbæra þróun og verndun umhverfisins að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Á þann hátt leggur stofnunin sitt af mörkum til að mæta þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum.
Umhverfisstefnan og framkvæmd hennar er liður í daglegu starfi Gunnarsstofnunar til að draga úr álagi á umhverfið, auka gæði og vekja áhuga á innra umhverfisstarfi. Stefnan tekur til allrar starfsemi Gunnarsstofnunar og á einnig við um innkaup, vinnuumhverfi, notkun auðlinda og meðferð efna og úrgangs.
Gunnarsstofnun fylgir lögum og reglum um umhverfismál í starfsemi sinni. Forstöðumaður stofnunarinnar er ábyrgur fyrir framkvæmd stefnunnar. Allt starfsfólk stofnunarinnar framfylgir umhverfisstefnunni og hefur hana að leiðarljósi í störfum sínum. Sérhver starfs-maður sýnir gott fordæmi og leggur sitt af mörkum í þágu umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar.

MARKMIÐ

 • Að hafa sjálfbæra þróun og vernd umhverfisins  að leiðarljósi í öllu starfi Gunnarsstofnunar.
 • Að úrbætur í  rekstri og þjónustu taki mið af því að minnka umhverfisáhrif.
 • Að halda auðlinda- og efnanotkun í lágmarki og draga úr mengun eins og kostur er.
 • Að vinna stöðugt að því að draga úr úrgangi og stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu hans.
 • Að efla vistvænar samgöngur.
 • Að umhverfisstefna verði að fullu komin til framkvæmda fyrir árslok 2015.

AÐGERÐIR OG AÐFÖNG

 

 • Velja skal umhverfismerktar rekstrarvörur, s.s. pappír, hreinlætisvörur og ræstiefni.
 • Við innkaup skal tekið tillit til umhverfissjónarmiða jafnt sem kostnaðar og gæða. Ef vörur eða þjónusta eru sambærilegar að öðru leyti ber að velja þann kost sem telst síður skaðlegur umhverfinu.
 • Draga úr notkun einnota aðfanga, s.s. plastpoka, einnota hanska og óþarfa umbúða.
 • Við rekstur og viðhald bygginga og lóðar skal leitast við að endurnýta efni eins og hægt er og velja vistvæna kosti hverju sinni, s.s. málningarvörur, ljósaperur, garðaúðun, áburð o.fl.
 • Upplýsa skal verktaka um stefnu Gunnarsstofnunar í umhverfismálum og gera kröfur um að þeir fylgi henni eftir.
 • Allur tölvu- og skrifstofubúnaður skal vera með viðeigandi umhverfis- og orkusparandi merkingar.
 • Fara skal sparlega með vatn og orkuauðlindir, t.d. láta vatn ekki renna að óþörfu, slökkva á rafmagnstækjum og ljósum í lok vinnudags eða þegar ekki er nauðsynlegt að hafa kveikt.

 

EFNANOTKUN, ENDURNÝTING OG MEÐFERÐ ÚRGANGS

 • Fara sparlega með efni og efnavörur, t.d. við uppþvott og ræstingar.
 • Ræstivörur sem notaðar eru hjá Gunnarsstofnun skulu vera merktar með viðurkenndu umhverfismerki, s.s. Norræna svaninum, Evrópublóminu eða Bra Miljöval.
 • Flokka og ganga frá úrgangi í samræmi við leiðbeiningar og samkvæmt flokkunarkerfi þjónustufyrirtækis.
 • Stöðugt skal draga úr pappírsnotkun, m.a. með því að prenta báðum megin á blöðin og gæta þess að prenta hvorki né ljósrita að óþörfu.
 • Öllum spilliefnum skal fargað á viðeigandi hátt, s.s. rafhlöðum, prenthylkjum, ljósaperum og málningarvörum.
 • Öllum öðrum úrgangi skal fargað á viðeigandi hátt.

SAMGÖNGUR

 

 • Leitast skal við að velja umhverfisvænar leiðir í samgöngum þegar ferðast er á vegum Gunnarsstofnunar, t.d. velja mengunarlitla bílaleigubíla og ganga styttri vegalengdir.
 • Leitast skal við að halda fjarfundi eftir því sem kostur er.
 • Við kaup á bifreiðum skal velja sparneytin og vistvæn ökutæki.
 • Starfsmenn skulu einnig hvattir til að samnýta ökutæki þegar ferðast er til og frá vinnu svo sem kostur er.
 • Stuðla skal að eflingu almenningssamgangna í anda sjálfbærrar þróunar.

 

UMHVERFISVÍSAR OG FRÆÐSLA

 

 • Gunnarsstofnun skal halda yfirlit yfir helstu „grænu“ lykiltölur í rekstri og skrá og vakta árangurinn með það að markmiði að stuðla að betri nýtingu auðlinda, að draga úr sóun hráefna og auka endurnýtingu og endurvinnslu. Dæmi: pappírsnotkun, orkunotkun, efnanotkun og magn sorps.
 • Starfsfólk Gunnarsstofnunar fær reglulega fræðslu um umhverfismál.

 

 
Upplýsingar

 • Opið

 • Hvar?

 • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-15. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Öll erum við ekkert
nema sjórekin lík!
...Sjórekin lík
...á strönd
...lífsins

Strönd lífsins 1915


Á döfinni