Þú ert hér: Home Staðurinn Klaustrið
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Klaustrið

 

Mynd af uppgraftrarsvæðinu tekin úr flugdreka (KAP myndataka). Flickr Copyright All rights reserved by Arni Geirsson

Gömul sögn greinir frá kraftaverki í Fljótsdal á 15. öld. Valþjófsstaðarklerkur átti leið út dalinn að þjónusta dauðvona sóknarbarn. Á leiðinni týndi hann kaleik sínum, patínu, víni og brauði. Var maður sendur að leita og fannst hvoru tveggja á þúfu neðan við bæinn að Skriðu. Kaleikurinn var fullur af víni, patínan yfir og á henni brauðið. Litið var á þetta sem kraftaverk og sagan hermir að reist hafi verið kapella til minningar um atburðinn með altarið þar sem þúfan var. Skömmu síðar var þar stofnað klaustur sem stóð til siðaskipta.

Klaustrið að Skriðu féll í gleymskunnar dá eftir því sem aldir liðu og byggingar þess hurfu í jörðu. Það var ekki fyrr en rúmum 500 árum eftir stofnun þess að fornleifafræðingar tóku til við rannsókn á svonefndu Kirkjutúni neðan Gunnarshúss á Skriðuklaustri. Þar komu rústir hins gamla Ágústínusarklausturs í ljós og frá árinu 2002 hefur staðið þar yfir uppgröftur, einn sá stærsti sem ráðist hefur verið í á síðari árum.

Um sögu klaustursins og fornleifarannsóknina má fræðast undir síðunni Fornleifar.
Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Öll erum við ekkert
nema sjórekin lík!
...Sjórekin lík
...á strönd
...lífsins

Strönd lífsins 1915


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni