Þú ert hér: Home Staðurinn Gunnarshús Jarðakaupin
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Jarðakaupin

Prenta út

 

Bæjarhúsin á Skriðuklaustri um 1930. Úr myndasafni Gunnarsstofnunar.Gunnar Gunnarsson var fæddur á Valþjófsstað og bjó í Fljótsdal fyrstu sjö ár ævinnar. Þegar honum bauðst sumarið 1938 að kaupa Skriðuklaustur, næstu jörð við fæðingarstaðinn, var ekkert hik á honum eins og stuttort skeyti til Klausturbóndans frá 25. júlí 1938 sýnir: „Kaupi. Okkur mun semjast.“

Gunnar var þá búinn að leita sér að góðri bújörð um nokkurra ára skeið og farinn að hugsa sér til heimferðar eftir 30 ár í Danmörku.

Skýrsla um byggingar og fleira sem fylgdi Skriðuklaustri þegar Gunnar keypti jörðina. Úr gagnasafni Gunnarsstofnunar.
Skriðuklaustur er kostajörð og það voru fleiri sem vildu kaupa en skáldið hreppti jörðina að lokum. Skrifað var undir afsal 27. ágúst 1938. Kaupverðið var 22.300 kr. og þar af voru áhvílandi lán upp á 17.800 kr. Fasteignamat jarðarinnar var á þessum tíma 24.400 kr. Húsakostur á Klaustri var ágætur en ekki við hæfi heimsborgara. Hugur Gunnars stóð til þess að flytja strax heim í Fljótsdalinn og gerast stórbóndi með mörg hundruð fjár. Hann gerði sjálfur skissu að íbúðarhúsi og fékk Jóhann Fr. Kristjánsson, sem teiknað hafði Húsmæðraskólann á Hallormsstað, til að útfæra teikninguna. En fljótlega frétti vinur hans, þýski arkitektinn Fritz Höger, af því hvað til stóð og bauðst til að teikna fyrir hann herragarð. Gunnar átti fund með honum ásamt Jóhann í Hamborg í apríl 1939 og þar voru línurnar lagðar. Þaðan hélt Gunnar með teikningar að stórhýsi í sönnum herragarðsstíl.

 

Friðarhólmur í Birkeröd sem fjölskyldan seldi og flutti út úr 1. apríl 1939. Úr myndasafni Gunnarsstofnunar. Gamli bærinn sem stóð fremst í þyrpingunni. Úr myndasafni Gunnarsstofnunar. Fjölskyldan á Skriðuklaustri, Sigmar Þormar og Sigríður Halldórsdóttir ásamt börnum. Sigríður var æskuvinkona Gunnars og fyrirmynd Siggu á Kömbum í Fjallkirkjunni. Þeim hjónum var umhugað um að Gunnar fengi jörðina. Mynd frá Ljósmyndasafni Austurlands. Símskeyti frá Guttormi Pálssyni 4. ágúst 1938. Úr gögnum Gunnars á Lbs-Hbs. Blöðin sögðu frá áformum Gunnars í byrjun október 1938. Úr úrklippusafni Gunnarsstofnunar.

 

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

...og blóðborið lífið
endurfæðist æ ofan í æ,
sprettur ungt og eilífferskt
upp úr berri klöppinni
- á hverju einasta vori.

Svartfugl 1929


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni