Þú ert hér: Home Staðurinn Gunnarshús Framkvæmdir
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Framkvæmdir

Prenta út

Frá sumrinu 1939. Ljósm. Björn Björnsson.Vorið 1939 hófust framkvæmdir á Skriðuklaustri. Mælt var út fyrir hinu stóra húsi rétt norðan við gömlu bæjarhúsin og byrjað að grafa grunninn. Skóflur, hakar og hjólbörur voru vinnutækin. Um miðjan júní telur vinnuflokkurinn yfir 30 manns.


Verkefnið var risavaxið miðað við það sem menn áttu að venjast í íslenskum sveitum. Komið var upp vinnubúðum, slegið upp svefntjöldum fyrir verkamennina og reistur matarskáli. Yfirsmiðirnir Oddur Kristjánsson á Hafursá og Guðjón snikkari Jónsson frá Reyðarfirði stjórnuðu mannskapnum ásamt múrarameistaranum Guðmundi Þorbjarnarsyni frá Seyðisfirði. Unnið var 10 tíma á dag sex daga vikunnar. Aðeins var tekið frí á sunnudögum. Að jafnaði voru að störfum frá júní og langt fram í október 20-25 manns auk matráðskvenna og vikapilta. Alls komu hátt í hundrað manns að byggingu húsins ef allt er talið og vinnustundir samsvöruðu um 20
ársverkum.

Frá sumrinu 1940. Byrjað að setja torf á þakið og vinnupallar við húsið fyrir málara. Ljósm. Magnús Norðdahl.Framkvæmdir gengu vel enda var veður með afbrigðum gott þetta sumar. Um haustið var húsið komið undir þak en unnið inni alveg fram að jólum. Þá voru Gunnar og Franzisca flutt inn í húsið. Eftir áramótin héldu nokkrir áfram að smíða og sumarið 1940 var torfþak sett á þekjuna. Þá var einnig gengið frá útveggjum, dregið í á milli steinanna og málað hvítt.

Lýsing Hrafns

Hrafn Sveinbjarnarson á Hallormsstað var einn þeirra sem unnu að byggingunni 1939. Hann lýsir framkvæmdinni svo: „Þegar ég kom í Klaustur var byrjað að grafa, moka með rekum og önnur handverkfæri notuð, en uppmokstri ekið frá í hjólbörum og kerru, mestmegnis í hjólbörum. Svo var farið að steypa og handhrært á hrærupalli. Efni var ekið á bílum, möl, sandi og aðkeyptu efni, sementi, timbri, járni og öðru frá Reyðarfirði. Bílvegur var kominn inn í Fljótsdalinn nokkrum árum fyrr, rúmir 70 km á Reyðarfjörð. Fyrst voru burðarveggir steyptir, plötur yfir kjallara og hæð, steypt með venjulegum hætti, tóttin fullgerð og þeir milliveggir sem eru úr steypu. Í einangrun var notaður strengur skorinn í veltumýri og honum hlaðið utan á alla útveggina.
Utanáeinangrun er ekki jafnnýtt fyrirbæri og nú er látið í veðri vaka. Þar utan á átti að koma hlaðinn grjótveggur steinlímdur, en brúklegt hleðslugrjót fékkst ekki svo að horfið var að því ráði að hlaða þessa veggi úr sorfnum hnullungum frá Bessastaðaá. Þeir voru burstaðir vandlega hver steinn og þvegnir úr tvennum vötnum og urgaðir með vírbursta, síðan lagðir í steypu þannig að bumban stóð út fyrir lóðlínu veggjanna. Síðan voru útveggir hvítmálaðir milli dökkgrárra steinanna, svo sem sjá má. Veggirnir eru mestu hervirki, innveggur, torfhleðsla og útveggurinn hlaðni.“

(Ármann Halldórsson: Hrafn á Hallormsstað og lífið kringum hann. 1986. Örn og Örlygur. Bls. 91.)

Magnús Norðdahl múrari sem vann við bygginguna og Gunnar yngri sumarið 1940. Ljósm. Magnús Norðdahl. Gunnar skáld og Gunnar yngri sumarið 1940. Ljósm. Magnús Norðdahl. Þrjár vinnukonur á Klaustri sumarið 1940. Tvær þeirra komu alla leið frá Vestmannaeyjum. Ljósm. Magnús Norðdahl. Vinnufólk á Skriðuklaustri 1940, þar af nokkrir sem unnið við húsið og reistu jafnframt stóra hlöðu þetta sumar. Ljósm. Magnús Norðdahl. Frá heyskap á Klaustri. Skriðuklaustur. Tveir menn við vinnu í stillans á stafni Gunnarshúss 1939. Frá Skriðuklaustri 1943. Ljósm. Gísli Gestsson

 

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Innra með sér var hann
frá sér numinn af unaði,
fann til þess í hverri taug
     og blóðdropa,
að hann var einkasonur
þessara hugumstóru fjalla.

Saga Borgarættarinnar 1929


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni