Þú ert hér: Home Staðurinn Gunnarshús Arkitektinn
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Arkitektinn

Prenta út

Johann Friedrich (Fritz) Höger

 

Arkitektinn Fritz Höger fæddist 1877 skammt frá Hamborg í Þýskalandi. Hann lærði smíðar og múrverk en var sjálfmenntaður sem arkitekt. Hann rak teiknistofu í Hamborg frá 1907 og teiknaði allt frá íbúðarhúsum og upp í kirkjur og ráðhús.

Nafn Högers er þekkt í þýskri og alþjóðlegri byggingarlistarsögu 20. aldar enda var hann einn helsti brautryðjandi norður-þýsks múrsteins- expressjónisma (Backsteinexpressionismus).


Þekktasta bygging Högers er Chile-Haus í Hamborg, 10.000 fermetra skrifstofubygging byggð á árunum 1922-1924. Lögun húsins er einstök og er það eitt þeirra húsa í Hamborg sem bíða þess að komast inn á heimsminjaskrá UNESCO.

Chile-Haus í Hamborg, frægasta bygging Fritz Högers, sem hann teiknaði fyrir kaupsýslumanninn Henry B. Sloman.
Höger gerðist félagi í nasistaflokknum á fjórða áratugnum og reyndi að koma sínum byggingarstíl að hjá stjórnendum þriðja ríkisins. Hinn klassíski stíll Albert Speer varð hins vegar ofan á og eftir 1935 fór að halla undan fæti hjá Höger.


Fritz Höger var mikill áhugamaður um bókmenntir og orti sjálfur ljóð. Hann var félagi í Norræna félaginu þýska (Nordische Gesellschaft) og sótti samkomur skáldahópsins Eutiner Dichterkreis. Það var á þeim vettvangi sem hann kynntist Gunnari og tókst með þeim góð vinátta. Þeir áttu það sammerkt að hafa brotist úr fátækt til frægðar og frama. Vinátta þeirra entist allt þar til Höger lést í júní árið 1949.

Þjóðsagan

Hið fræga Arnarhreiður Einhvern tíma á 6. eða 7. áratugnum komst á kreik á Íslandi sú kjaftasaga að sami arkitekt væri að Gunnarshúsi og svokölluðu Arnarhreiðri Hitlers, Das Kehlsteinhaus, sem byggt var í nágrenni Berchtesgaden syðst í Þýskalandi 1938. Endaði það með því að sú staðleysa birtist á prenti og varð að útbreiddum misskilningi. Enginn fótur er fyrir þessum sögusögnum. Arnarhreiðrið teiknaði arkitektinn Roderich Fick sem hannaði fleiri byggingar fyrir foringja Þriðja ríkisins í Obersalzberg. Stíll þessara tveggja húsa er hins vegar áþekkur og bæði sækja útlit sitt í hefðbundinn suður-þýskan sveitastíl.

Gunnar og Höger fara yfir teikningar að húsum á Skriðuklaustri á teiknistofunni í Hamborg í apríl 1939. Úr myndasafni Gunnarsstofnunar. Gunnar, Jóhann Fr. Kristjánsson og Höger horfa yfir Hamborg í apríl 1939 þar sem þeir unnu að teikningum herragarðsins á teiknistofu Högers. Úr myndasafni Gunnarsstofnunar. Gunnar og Höger kveðjast við skipssíðu. Úr myndasafni Gunnarsstofnunar. Teikning Högers af Skriðuklaustri er í sama stíl og Arnarhreiðrið.

 

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Innra með sér var hann
frá sér numinn af unaði,
fann til þess í hverri taug
     og blóðdropa,
að hann var einkasonur
þessara hugumstóru fjalla.

Saga Borgarættarinnar 1929


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni