Þú ert hér: Home Staðurinn Gunnarshús Aðföng
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Aðföng

Prenta út

 

Skriðuklaustur um 1945. Í stað hinna miklu útihúsa sem teiknuð voru reisti Gunnar ódýrari hús. Lengst til vinstri er hlaða byggð 1940 og næst húsinu er fjós byggt 1942. Úr myndasafni Gunnarsstofnunar.Samgöngur á Héraði voru allt annað en góðar árið 1939. Þéttbýli var ekki tekið að myndast á Egilsstöðum og aðalverslun Héraðsbúa var á Reyðarfirði. Þar var vörum skipað upp og kom búslóð Gunnars þangað um vorið.

Mest öllu efni í húsið var einnig skipað þar á land. Þokkalegur vegur var yfir Fagradal og frá brúnni yfir Lagarfljót lá akfær vegur upp Fell alla leið í Brekku þar sem læknissetrið var. Versti kaflinn var á leiðinni þaðan og í Skriðuklaustur þar sem fara þurfti yfir tvær óbrúaðar ár.

Mynd frá því um 1944. Bíll Gunnars (t.h.) og grís að bíta í hlaðvarpanum. Úr myndasafni Gunnarsstofnunar.Á þessum árum voru mikil höft á innflutningi til Íslands. Gunnar sótti um leyfi hjá innflutnings- og gjaldeyrisnefnd til að fá að flytja inn efni í húsið frá Danmörku og Þýskalandi og hafði samband við sjálfan forsætisráðherrann, Hermann Jónasson, vegna málsins. Eitthvað af efni flutti Gunnar inn sjálfur en annað keypti hann hérlendis. Gluggar og allar hurðir í húsið komu frá Trésmiðju Völundar í Reykjavík. Ofnar, kyndari og lagnir komu frá KEA á Akureyri og margt var keypt í gegnum Kaupfélag Héraðsbúa.

Franzisca og Gunnar í anddyri Gunnarshúss. Ljósm. Hákon Bjarnason.
Kostnaður við húsið fór langt fram úr áætlunum. Fyrstu áætlanir sem Jóhann Fr. Kristjánsson gerði fyrir Gunnar um byggingu á Skriðuklaustri hljóðuðu upp á um 50.000 krónur. En húsið sem Höger teiknaði varð dýrt í byggingu og það reyndist erfitt að fá lán á Íslandi. Eftir að stríðið skall á var lokað fyrir yfirfærslur frá Evrópu og örðugt fyrir Gunnar að fá ritlaun sín til landsins. Hann þurfti því að neyta allra bragða til að fjármagna bygginguna og fékk að lokum lán víða, hjá bönkum og kaupfélögum. Kostnaður við bygginguna varð alls um 200.000 kr. eða sem samsvaraði kostnaði við að byggja tíu einbýlishús í Reykjavík á þeim tíma.

Lýsing Gunnars Thoroddsen

Einn þeirra sem heimsóttu Gunnar sumarið 1939 var Gunnar Thoroddsen alþingismaður:
„Fagurt er í Fljótsdalnum, ekki síst á Skriðuklaustri sem frægasta skáld Íslendinga, Gunnar Gunnarsson, hefur nú keypt og tekið sér þar bólfestu. Heimsótti ég skáldið og varð margs fróðari um fyrirætlanir hans um byggingar og búskaparháttu á hinni miklu jörð. Var þar í smíðum feikna stórt íbúðarhús. Er það tvær álmur er standa hornréttar hvor á aðra og er sú lengri 27 metrar að lengd en hin heldur skemmri. Þá er í ráði að reisa þar rafstöð mikla og peningshús sem ætluð eru fyrir 1700 fjár, að því er nágrannarnir herma. En lítið lét skáldið yfir sér og fyrirætlunum sínum. Kvaðst hann ekki vilja telja sig meiri búmann en hann væri og bætti við brosandi: „Góður bóndi hefði byrjað á fjárhúsunum en ekki íbúðarhúsinu“. Gunnar er sjálfur logandi af áhuga um búskapinn og allar þessar fágætu framkvæmdir. Hann hefur í sumar búið á hálfri jörðinni og verið svo önnum kafinn við bú og byggingar að hann kvaðst varla hafa skrifað staf síðan hann kom heim.“

(Gunnar Thoroddsen: Sólríkt sumar á Austfjörðum. Ísafold og Vörður 1939)

 

  Úrklippa úr dönsku blaði 22. maí 1939. Úr úrklippusafni Gunnarsstofnunar. Brot úr viðtali sem birtist í Berlingske Tidende 1. sept. 1939. Úr úrklippusafni Gunnarsstofnunar. Brot úr viðtali sem birtist í Berlingske Tidende 1. sept. 1939. Úr úrklippusafni Gunnarsstofnunar. Bréf frá Hermanni Jónassyni forsætisráðherra. Úr bréfasafni Gunnars, Lbs 100 NF. Anddyri Gunnarshúss á tíma Gunnars. Úr myndasafn Gunnarsstofnunar. Gunnar þungbúinn fyrir framan húsið, trúlega síðsumars 1948, skömmu áður en þau Franzisca fluttu frá Skriðuklaustri. Úr myndasafni Gunnarsstofnunar.

 

 

 

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Öll erum við ekkert
nema sjórekin lík!
...Sjórekin lík
...á strönd
...lífsins

Strönd lífsins 1915


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni