Þú ert hér: Home Gestaíbúð Upplýsingar
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Upplýsingar

Prenta út

 

KLAUSTRIÐ

 

Gestaíbúð fyrir lista- og fræðimenn

 

------

ALMENNT

Gunnarsstofnun rekur gestaíbúð fyrir lista- og fræðimenn að Skriðuklaustri. Íbúðin kallast Klaustrið og hefur tekið á móti góðum gestum allt frá 1989 sem dvalið hafa þar og unnið að ákveðnum verkefnum. Auk tveggja herbergja íbúðar (svefnherbergi, stofa, eldhús og bað) hefur dvalargestur afnot af vinnustofu með nettengdri tölvu á neðri hæð hússins.

Árið 1999 setti stjórn Gunnarsstofnunar reglur um gestaíbúðina. Þær kveða m.a. á um að dvalartími sé 3-6 vikur og þau verkefni er varða Gunnar Gunnarsson, Austurland eða austfirsk fræði njóti forgangs við úthlutun. Að öðru leyti eiga allir jafnmikla möguleika á að fá úthlutað Klaustrinu, hvort sem þeir eru listamenn, rithöfundar, fræðimenn, tónlistarmenn eða sérfróðir um eitthvað allt annað. Stjórn stofnunarinnar og forstöðumaður úthluta Klaustrinu á grundvelli þeirra verkefna sem ætlunin er að vinna á staðnum.

Umsóknarfrestur fyrir komandi almanaksár 15. júní árið á undan. Ákvörðun um úthlutun liggur síðan fyrir um í byrjun september. Áhugasamir geta hins vegar sent inn umsókn hvenær sem er og eru hvattir til að setja sig í samband við forstöðumann Gunnarsstofnunar til að leita upplýsinga, annað hvort í síma 471-2990 eða með Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .

Hægt er að nálgast umsóknareyðublaðið á PDF-formi fyrir Acrobat Reader hér.

Umsóknir skulu sendar á: • Gunnarsstofnun • Skriðuklaustri • 701 Egilsstaðir

 

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Jafnvel endurminningin deplar
gleymnu auga,
    líkast stjarnbliki í skýjarofi.

Fjallkirkjan - Leikur að stráum 1923

Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni