Þú ert hér: Home Gallerí Klaustur Sýningar 2006-2010
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Gallerí Klaustur 2006-2010

Prenta út

 


Megan Harrold & Charlie Rauh sýna dans- og tónverk.

Verkið er fyrir dansara og gítar og byggir á sýnum nunnunnar Hildegard von Bingen (1098-1179).

25. september

Stuart Richardson, GLAMOUR (Karna&Sebastian), Þórunn Gréta og Jane Ade sýna ljósmyndir og vídeóverk.

Hópur listamanna með austfirska tengingu. Sýningin er í myndum og hljóði og kallast KVIK myndasýning.

27. ágúst - 26. sept.
Anna Sigríður Sigurjónsdóttir sýnir skúlptúra.
Anna Sigríður dvaldi í gestaíbúðinni Klaustrinu í janúar 2009 og sótti innblástur til staðarins og fornleifauppgraftrarins. Skúlptúrarnir eru unnir úr járni og grjóti.
30. júlí - 26. ágúst annasigga

Jónína Guðnadóttir sýnir verk úr leir og tré.

Á sýningunni eru skepnur eða verur tengdar lofti, láði og legi. Sýningin er unnin sérstaklega fyrir rýmið enda Jónína þekkt fyrir að fást meira við stærri verk. Eftir hana er m.a. verkið Hringiða við aðalstíflu Kárahnjúkavirkjunar.

2. - 28. júlí

jonina
Inga Dorosz sýnir myndbandsverk.
Á sýningunni eru myndbandsverk um vatn og fyrst og fremst fallvötn. Sýnt er hvað vatnið flytur, hvað fer út í vatnið og hverju vatnið skilar til baka.

12. - 28. júní

dorosz
Jovanna Tosello sýnir ljósmyndir.
Sýningin kallast Partial Memory.

18. maí - 6. júní

Masaki Umetsu sýnir innsetningu.
Masaki Umetsu er japanskur listamaður sem dvelur nú í gestaíbúðinni Klaustrinu. Hann hefur getið sér gott orð víða um lönd fyrir innsetningar sínar þar sem hann vinnur með ljós og gras sem vex upp af fræjum í formgerðu landslagi. Sérstaklega áhugavert verður að sjá hvernig verkið mun breytast dag frá degi þegar grasið fer að vaxa.

22. apríl - 16. maí

Nemendur á listnámsbraut ME sýna teikningar.
Sýningin tengist páskahátíðinni og fjallar um krossleiðina, via crucis. Nemendurnir taka fyrir í verkum sínum þá fjórtán staði í píslargöngu Krists sem liggja að krossfestingu og til grafar.

28. mars - 11. apríl


Sýningar 2009

Hanna Christel Sigurkarlsdóttir og Þórunn Eymundardóttir sýna skúlptúr.
Verkið sem þær Hanna og Þórunn sýna er skúlptúr unninn með blandaðri tækni. Verkið er gert sérstaklega fyrir rýmið.
28. ágúst - 27. sept.
Piotr Nathan
Skýrslubrot af verkstæði tímavélar kallast sýning þessa þýska listamanns sem dvelur um þessar mundir í Klaustrinu.
10. - 26. ágúst piotr
Sandra Mjöll Jónsdóttir sýnir ljósmyndir.
Sandra Mjöll er fædd og uppalin á Fljótsdalshéraði og nýlega útskrifuð með M.A. gráðu ú ljósmyndun frá University of the Arts í London. Sýningin kallast Aðlögun og er framhald af útskriftarverkefni hennar.
5. júlí - 7. ágúst sandra
Rae Bridgman sýnir teikningar.
Rae er kanadísk listakona, rithöfundur og mannfræðingur. Hún er þekktust fyrir fantasíubækur fyrir unglinga og myndskreytir þær einnig.
31. maí - 20. júní

Sýningar 2008

Lasse Sörensen sýnir teikningar.
Lasse Sörensen kemur frá Færeyjum og hefur m.a. stundað hreindýraveiðar á Fljótsdalsheiði. Hann teiknar og málar myndir náttúrumyndir og er þekktur fyrir fuglateikningar.
1. - 30. september
Katerina Mistal sýnir ljósmyndir.
Katarina hin sænska dvaldist í Klaustrinu sumarið 2007. Hún sýnir ljósmyndaverk sem unnin voru í kjölfar dvalarinnar
2. - 30. ágúst mistal

Anne Pesce
Anne Pesce hefur dvalist í tvígang í Klaustrinu við listsköpun. Hún hefur sýnt þau verk á heimaslóðum í Frakklandi en kemur nú í fyrsta sinn með afraksturinn til Íslands. Sýningin kallast Hvað heiti ég? (Quel est mon nom?).

5. - 31. júlí
Séverine Thévenet sýnir ljósmyndir.
Séverine ferðaðist sumarið 2004 með brúðunni Litla um Ísland og tók myndir af ævintýrum hennar. Sýningin er í samvinnu við sendiráð Frakka á Íslandi.
6. júní - 3. júlí severine
Elva Hreiðarsdóttir sýnir grafíkverk.
Elva sýnir grafíkverk á sýningu sem hún kallar Stiklur.
1. maí - 4. júní elva

Sýningar 2007

Timo Rytkönen sýnir málverk.
Timo hefur undanfarið dvalið í gestaíbúðinni Klaustrinu. Tilvalið þótti að halda sýningu á nokkrum mynda hans á Dögum myrkurs. Myndirnar eru blanda af olíu- og vatnslitum á lérefti.
10. - 18. nóvember timo
Claudia Schindler sýnir teikningar.
Claudia heur dvalið í gestaíbúðinni nú á haustdögum. Við lok dvalarinnar heldur hún hér litla sýningu með nokkrum myndum og teikningum sem hún hefur unnið á dvalartímanum.
29. - 30. sept. claudia
Ove Aalo sýnir ljósmyndir.
Myndirnar tók hann meðan hann dvaldi í gestaíbúðinni Klaustrinu haustið 2006. Mest er um að ræða landslagsmyndir en einnig portrett af fljótsdælsku sauðfé.
25. ágúst - 15. sept. ove
Svala Ólafsdóttir sýnir ljósmyndir.
Heiti sýningarinnar er Á meðan hún sefur og á henni eru fjögur samsett ljósmyndaverk sem sækja innblástur í móðurástina og m.a. í verk Gunnars Gunnarssonar.
27. júlí - 16. ágúst svala
Ingiberg Magnússon sýnir grafíkverk.
Sýning ber heitið Að heiman og heim aftur. Ingiberg ólst upp á Fljótsdalshéraði og sækir myndefnið á þessari sýningu mikið til æskuslóðanna. Á sýningunni eru 14 verk, unnin með þurrpastellitum á pappír.
1. - 21. júlí ingiberg
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir sýnir málverk.
Á sýningunni er olíumálverk unnin að mestu undanfarna tólf mánuði undir áhrifum frá dvöl Hrafnhildar í Klaustrinu sl. sumar. Myndefnið er fjölbreytt: grónar hlíðar, öræfi, kræklóttir fúaraftar og hraunsprungur.
1. - 29. júní
Ruth Boerefijn sýnir grafíkverk.
Boerefijn dvaldist í gestaíbúðinni Klaustrinu í ágúst 2005 og sýnir nú brot þeim verkum sem hún vann þá og í kjölfar Íslandsdvalarinnar. Verkin eru unnin með blandaðri tækni en sýninguna kallar hún Interior Landscapes.
5. - 27. maí ruth

Sýningar 2006

Hrönn Axelsdóttir sýnir ljósmyndir.
Hrönn er ljósmyndari og dvaldi í gestaíbúðinni Klaustrinu vorið 2005. Hún sýnir ljósmyndir teknar með camera obscura fyrir verkefni sem hún kallar Huldufólk og álagablettir.
6. ágúst - 17. sept.

Kamilla Talbot sýnir vantslitamyndir.
Kamilla Talbot listmálari af dönskum ættum. Hún býr og starfar í Bandaríkjunum og sýnir vatnslitamyndir frá Íslandsferð sinni. Sýninguna kallar hún Summer Light.

12. júlí - 4. ágúst
Agnieszka Sosnowska sýnir ljósmyndir.
Agnieszka er frá Póllandi en lærði ljósmyndun í Bandaríkjunum. Hún býr nú á Fljótsdalshéraði og sýning hennar kallast Stígurinn heim
10. júní - 10. júlí

Svandís Egilsdóttir sýnir olíumálverk.
Svandís sýnir olíumálverk og kallar sýninguna Ó-HREIN-DÝR.

6. maí - 9. júní

Jónína Guðnadóttir sýnir verk úr leir og tré. 

Á sýningunni eru skepnur eða verur tengdar lofti, láði og legi. Sýningin er unnin sérstaklega fyrir rýmið enda Jónína þekkt fyrir að fást meira við stærri verk. Eftir hana er m.a. verkið Hringiða við aðalstíflu Kárahnjúkavirkjunar.

2. - 28. júlí

Inga Dorosz sýnir myndbandsverk. 

Á sýningunni eru myndbandsverk um vatn og fyrst og fremst fallvötn. Sýnt er hvað vatnið flytur, hvað fer út í vatnið og hverju vatnið skilar til baka.

12. - 28. júní

Jovanna Tosello sýnir ljósmyndir. 

Sýningin kallast Partial Memory.

18. maí - 6. júní

Masaki Umetsu sýnir innsetningu

Masaki Umetsu er japanskur listamaður sem dvelur nú í gestaíbúðinni Klaustrinu. Hann hefur getið sér gott orð víða um lönd fyrir innsetningar sínar þar sem hann vinnur með ljós og gras sem vex upp af fræjum í formgerðu landslagi. Sérstaklega áhugavert verður að sjá hvernig verkið mun breytast dag frá degi þegar grasið fer að vaxa.

22. apríl - 16. maí

Nemendur á listnámsbraut ME sýna teikningar.

Sýningin tengist páskahátíðinni og fjallar um krossleiðina, via crucis. Nemendurnir taka fyrir í verkum sínum þá fjórtán staði í píslargöngu Krists sem liggja að krossfestingu og til grafar.

28. mars - 11. apríl

 

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Innra með sér var hann
frá sér numinn af unaði,
fann til þess í hverri taug
     og blóðdropa,
að hann var einkasonur
þessara hugumstóru fjalla.

Saga Borgarættarinnar 1929


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni