Þú ert hér: Home Fornleifar Saga Skriðuklausturs
 • Increase font size
 • Default font size
 • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

SaganEfnahagur

Prenta út

PróventaÍslensk miðaldaklaustur höfðu framfærslu sína fyrst og fremst af jarðaumsýslu. Klaustrunum voru gefnar jarðir af ýmsum ástæðum. Fyrst og fremst gáfu menn veraldlegan auð til klaustranna til syndalausnar og sálubótar með það að markmiði að tryggja sálu sinni eða skyldmenna styttri dvöl í hreinsunareldinum með tilstyrk fyrirbæna og sálumessa í klaustrunum. Þá tíðkuðust einnig svonefndir próventusamningar en með þeim arfleiddu menn klaustrin að jarðneskum eigum sínum, meðal annars gegn því að fá að dvelja síðustu árin í klaustrunum við sæmilegan viðurgjörning, hljóta góðan legstað og fá sungnar sálumessur á dánardegi sínum um ókomin ár.

Jarðeignir

Skriðuklaustur eignaðist ótrúlega margar jarðir á þeim skamma tíma sem það var starfrækt. Mest var jarðaumsýslan í tíð fyrsta príorsins en alls koma 69 jarðir við sögu klaustursins og við siðaskiptin átti það um 40 jarðir. Flestar voru jarðirnar á Austurlandi. Þeir sem sátu þessar jarðir voru leiguliðar klaustursins og guldu því landskuld. Klaustrið rak auk þess útgerð á sjávarjörðum sínum, Mjaltirmeðal annars í Seyðisfirði. Fisk hefur því ekki skort á Skriðuklaustri og fornleifarannsóknin hefur leitt í ljós hátt hlutfall fiskmetis í fæði klausturbúa.

Kvikfénaður

Við klaustrið var rekið myndarlegt bú ef dæma má af þeim kvikfénaði og afurðum sem heimildir eru fyrir að notaðar hafa verið til greiðslu fyrir bæði jarðir og nytjavöru. Sérstakur ráðsmaður hefur verið yfir búrekstrinum en yfirumsjón í höndum príors. Þegar jörðin Brekka var keypt 1513 reiddi Þorvarður príor af hendi 15 kýr, 15 ásauðar kúgildi, 10 hundruð í uxum og geldingum, 10 hundruð í smjörvum, 10 hundruð í köplum og 10 hundruð í öðrum peningum.

Jarðir á Héraði

Jarðir á Fjörðum

Fljótsdalur
Bessastaðagerði
Bessastaðir
Brekka
Brekkugerði
Hamborg
Hrafnkelsstaðir
Sturluflöt
Víðivallagerði
Víðivellir fremri
 
Jökuldalur
Brattagerði
Eiríksstaðir
Hvanná
Klaustursel
Skeggjastaðir
 
Jökulsárhlíð
Torfastaðir   


Hróarstunga
Straumur
Bót
 
Hjaltastaðaþinghá
Ánastaðir
Hrjótur
Hamragarður
 
Eiðaþinghá
Eyvindará
Mýnes
 
Fell
Birnufell
Meðalnes
 
Vellir
Ketilsstaðir
Kollsstaðir
 
Skriðdalur
Geitdalur
Haugar
Sandfell
Vað

Jarðir í eigu Skriðuklausturs.

 

 

Aðrar jarðir

Árskógur við Eyjafjörð
Pálmholt í Eyjafirði
Skáldalækur í Svarfaðardal
Borgarhöfn í Suð.sv. 
Flautafell í Þistilfirði
Ystiskáli undir Eyjafjöllum

Vopnafjörður
Fagridalur
Gröf
 
Borgarfjörður
Glettinganes
Nes
Snotrunes
Vík
 
Loðmundarfjörður
Árnastaðir
Nes
Seljamýri
Stakkahlíð
Úlfsstaðir
 
Seyðisfjörður
Austurdalur
Brimnes
Vestudalur
 
Mjóifjörður
Hesteyri
Kross
Skógar
 
Reyðarfjörður
Breiðavík
Eyri
Karlsskáli
Kollaleira
Krossanes
Sellátur

 

Fáskrúðsfjörður
Berunes
Gestsstaðir
Kjafteyri
Kolmúli
Sævarendi
Vattarnes
Vík
 
Breiðdalur
Skriða
Bókagerð
 • Árskógur við Eyjafjörð
 • Pálmholt í Eyjafirði
 • Skáldalækur í Svarfaðardal
 • Borgarhöfn í Suð.sv. 
 • Flautafell í Þistilfirði
 • Ystiskáli undir Eyjafjöllum
 • Lækjardalur (óv. hvar)
 • Varir (óvíst hvar) 
 • Véstaðir (óvíst hvar)
 • Sa... óvíst um heiti
 
JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL

Upplýsingar

 • Opið

 • Hvar?

 • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Innra með sér var hann
frá sér numinn af unaði,
fann til þess í hverri taug
     og blóðdropa,
að hann var einkasonur
þessara hugumstóru fjalla.

Saga Borgarættarinnar 1929


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni