Þú ert hér: Home Fornleifar Saga Skriðuklausturs
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

SaganSjúkrahús

Prenta út

ÖlmusaMiskunnsemi var grundvallaratriði kristindómsins samkvæmt kenningum kaþólsku kirkjunnar á miðöldum. Til samræmis við það höfðu biskupsstólar, kirkjur og klaustur ákveðnum skyldum að gegna gagnvart fátækum og sjúkum. Biskupsstólarnir hér á landi notuðu hluta af tíundinni til fátækraframfærslu og í bréfi sem ritað var 1540 til Danakonungs kemur fram að 40 fátækum mönnum sé daglega gefið að borða í Viðeyjarklaustri.

Afar litlar heimildir eru til um sjúkrastofnanir þessa tíma hérlendis en ljóst er að á þeim árum sem Skriðuklaustur var að hefja starfsemi sína var jafnframt mikil þörf fyrir sjúkrahús þar sem Plágan síðari gekk um Ísland 1494-1495.

Sjúkrahús að Skriðu

SjúkrahúsÁgústínusarklaustur víða um Evrópu sáu um rekstur sjúkrahúsa og skóla enda ein grundvallarhugsunin á bak við klausturlíf Ágústínusarreglunnar, að Guð sé í hverjum manni og að líkaminn sé í raun musteri Guðs. Við uppgröftinn á Skriðuklaustri hafa verið opnaðar ríflega 20 grafir í klausturgarðinum og bein tekin upp. Þar hefur fyrst og fremst verið um að ræða konur og börn, jafnvel kornabörn eða fyrirbura.  Rannsóknir á beinunum hafa leitt í ljós að þetta fólk hefur þurft að berjast við margvíslega sjúkdóma og örkuml. Þær niðurstöður styðja kenningar um að í Skriðuklaustri hafi verið stundaðar lækningar og þar hafi verið aðstaða til að hjúkra sjúkum.

Lækningar og lyfjagerð

Við fornleifauppgröftinn á Skriðuklaustri hafa fundist ýmsir munir sem tengjast lækningum og lyfjagerð. Þar á meðal ýmiskonar hnífar og bendir margt til að sumir þeirra hafi verið notaðir til að taka fólki blóð, sem var ein algengasta lækningaraðferð þessa tíma. LyfjagerðSlíkir hnífar voru nefndir bíldar. Blóðtakan fór fram í svonefndum hitunarhúsum klaustranna sem voru kynt upp. Slíkt herbergi hefur nú þegar verið grafið fram á Skriðuklaustri. Aðrir munir sem tengjast lækningum eru brot úr lyfjaglasi og smyrslabauk, steinar af ýmsum tegundum, koparþynnur og blýstykki.

Kirkjugarðurinn geymir þverskurð af þegnum íslensks miðaldasamfélags. Karlmaður innan við tvítugt hefur greinilega axlarbrotnað en engu að síður unnið erfiðisvinnu án þess að beinin hafi fengið að gróa. Kona á svipuðum aldri hefur þjáðst af krónískum lungna-sjúkdómi og barn á unglingsaldri, líklega stúlka, hefur dáið af völdum holdsveiki eða annars álíka sjúkdæms. Þessir einstaklingar lágu saman í garðinum en skammt frá nokkrar ungar konur við hlið átta nýfæddra ungbarna, ef til vill jarðneskar leifar stúlkna sem leituðu í klaustrið í barnsnauð.

Bíldur Steinn Lyfjaglas

Garðrækt

Ein af þeim rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið í tengslum við fornleifarannsóknina er frjókornagreining. Greind voru Garðvinnafrjókorn jurta úr jarðlögum frá klausturtímanum. Greiningin leiddi í ljós tíu lækningajurtir, þar á meðal sjaldgæfar plöntur eins og brenninetlu, græðisúr og garðabrúði. Þessar niðurstöður styðja kenninguna um sjúkrahús að Skriðu. Þekkt er frá evrópskum klaustrum að í görðum þeirra ræktuðu munkar og nunnur bæði mat- og lækningajurtir og það hafa kirkjunnar menn á Skriðuklaustri einnig gert.

Allium type (laukur) – laukaætt: Fyrr á tímum hafði fólk mikla trú á lækninga-mætti lauka og er þeirra víða getið í íslenskum fornritum og gömlum kverum.

Betula pubescens (birki) – bjarkarætt: Birkið er þvagdrífandi, svitadrífandi, bólgueyðandi, hreinsar blóðið og örvar lifrina. Það hefur helst verið notað við alls kyns gigt og þykir styrkjandi fyrir nýrun. Birkið er einnig mjög gott gegn exemi, er blóðþrýstingslækkandi og bjúgeyðandi. Það er oft notað með öðrum jurtum.

Galium Verum (gulmaðra) – möðruætt:  Gulmaðran er þvagdrífandi, græðandi, blóðhreinsandi og linar krampa í þvagfærum. Hún þykir vera mjög góð við öllum húðsjúkdómum. Hún er oftast notuð með öðrum jurtum.

VillilaukurJuniperus communis (einir) – grátviðarætt: Einirinn er þvagdrífandi og sýkladrepandi, sérstaklega í þvagfærum. Hann bætir meltingu og linar gigt, er góður við vindverkjum og örvar samdrætti í legi.

Ranunculus acris (brennisóley) – sóleyjarætt: Brennisóley er verkjastillandi og ertandi. Hún linar krampa en veldur roða í húð. Þar sem hún er eitruð má ekki nota hana innvortis en hægt er að gera bakstra úr henni til að nota útvortis við gigt eða verkjum í baki, höfði og liðum.

Rhinanthus minor (lokasjóður) – grímublómaætt: Lokasjóðurinn er mýkjandi og getur auk þess losað slím úr öndunarfærum. Jurtin er talin vera góð við asma og þurrum hósta en hefur þó mest verið notuð við augnsjúkdómum.

Saxifraga type (steinbrjótur): Til eru um sextán tegundir af steinbrjót á Íslandi. Margar þeirra hafa þvagaukandi áhrif og talið er að þær geti eytt blöðrusteinum og þvagteppu og jafnvel örvað tíðir kvenna, bakstur af jurtinni eyðir bólgu og ígerðum.

Thalictrum alpinum:  Búnir voru til bakstrar úr því og notaðir við bólgu í brjóstum kvenna.

Plantago major (græðisúra) – græðisúruætt: Græðisúran er þvagdrífandi og mýkjandi. Hún er einnig gagnleg til að stöðva blæðingar og losa slím úr öndunarfærum. Hún er aðallega notuð við sýkingum og bólgu í þvagfærum, sérstaklega ef blóð er í þvaginu. Vegna þess hvað hún er vítamínrík þá þykir hún einkar hentug við skyrbjúg.

Urtica dioeca (brenninetla) – netlu ætt: Brenninetlan stöðvar blæðingar, bæði útvortis og innvortis. Hún er þvagdrífandi og nærandi, minnkar sykurmagn í blóði og örvar mjólkurmyndun. Brenninetlan þykir mjög góð við alls konar húðútbrotum og exemi. Þar sem hún er nærandi er hún oft gefin fólki sem þjáist af blóðleysi.

 


Efnahagur
 
JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Öll erum við ekkert
nema sjórekin lík!
...Sjórekin lík
...á strönd
...lífsins

Strönd lífsins 1915


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni