Þú ert hér: Home Fornleifar Saga Skriðuklausturs
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

SaganTrúariðkun

Prenta út

LesturBænahald í klaustrunum var fastmótað og fór fram á um það bil þriggja stunda fresti eða átta sinnum á sólarhring. Bænaguðsþjónustur voru kallaðar tíðir og samanstóðu af flutningi Davíðssálma úr Gamla testamentinu, lestri úr ritningunni og heilagra manna sögum og lofsöng. Við tíðagjörð átti að flytja alla Davíðssálmana einu sinni í viku hverri og lesa ritninguna alla á einu ári.

Messur þar sem altarissakramentið var þungamiðjan voru sungnar að minnsta kosti einu sinni á sólarhring, oftast snemma að morgni og á sunnudögum og öðrum helgidögum voru hámessur. Kórbræður í Ágústínusarklaustrum áttu að vinna frá morgni og fram að miðs dags tíð en helga sig lestri eftir hana fram að nóni. Eftir aftansöng átti að lesa lexíur.

02.00
Matutinum
Óttusöngur hinn fyrri
04:00
Laudes
Efri óttusöngur
06:00
Prim
Miðs morguns tíð
Morgunmessa
09:00
Ters
Dagmálatíð
Hámessa
12:00
Sext
Miðs dags tíð
18:00
Vesper
Aftansöngs tíð
21:00
Completorium
Náttsöngur

Klausturkirkjan

Kirkjan og kirkjugarðurinn.Guðsþjónustur fóru fram í klausturkirkjunni sem fornleifarannsóknin hefur leitt í ljós að var stór og mikil  bygging. Varðveitt er úttekt á kirkjunni frá 1598 og séra Heimir Steinsson, sem skrifaði prófritgerð um munklífi að Skriðu, lýsir kirkjunni svo: „Klausturkirkjan að Skriðu er stórt hús um sig og allhátt, girt torfveggjum á þrjá vegu, en með timburþili á vesturgafli og læstri hurð á járnum. Að innan er húsið þiljað nær því allt, gólf allt úr timbri og bekkir með veggjum í þeim hluta kirkju, er almenningi er ætlaður. Kórgólfið er hærra en gólf meginkirkjunnar, kórinn skiptist í tvennt, og er þil á milli fremri og innri kórs, svo og milli fremri kórs og kirkju. Í kórnum er glergluggi, væntanlega á bak við háaltari. Innri hluti kórsins er þrengri en hinn fremri, en yfir þeim síðarnefnda er loft og fyrir því pílárar, en stigi upp að ganga.“

Ennfremur leiðir sr. Heimir líkum að því að kirkjan hafi verið með útbrotum og í henni fimm til sjö ölturu.

Helgiganga.

Helstu hátíðir og dýrlingadagar

Jól 25. desember til 6. janúar
Páskar Á tímabilinu 22. mars til 25. apríl
Gangdagar Mánud. til miðvikud. fyrir uppstigningardag
Uppstigningardagur 40 dögum eftir páskadag
Hvítasunna 50 dögum eftir páskadag
Krossmessur 3. maí og 14. september
Dýridagur Á tímabilinu 21. maí til 25. júní
2. febrúar Hreinsunardagur Maríu - Kyndilmessa (Purificatio)
3. mars Jónsmessa á föstu
12. mars Hátíð Gregoríusar páfa hins mikla
25. mars Boðunardagur Maríu (Annuntiatio Mariae)
23. apríl Jónsmessa á vori
24. júní Jónsmessa
2. júlí Vitjunardagur Maríu (Visitatio Mariae)
20. júlí Þorláksmessa á sumri
29. júlí Ólafsvaka
15. ágúst Himnafarardagur Maríu (Assumptio)
24. ágúst Vígsludagur kirkju að Skriðu - Kirkjumessa
8. september Fæðingardagur Maríu (Natalis Mariae Nativitas)
29. september Mikjálsmessa
       

 


Efnahagur

 

 

 
JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Jafnvel endurminningin deplar
gleymnu auga,
    líkast stjarnbliki í skýjarofi.

Fjallkirkjan - Leikur að stráum 1923

Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni