Þú ert hér: Home Fornleifar Saga Skriðuklausturs Stofnun Skriðuklausturs
 • Increase font size
 • Default font size
 • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Stofnun Skriðuklausturs

Prenta út

Trútaka.Gömul sögn greinir frá kraftaverki í Fljótsdal á 15. öld. Valþjófsstaðarklerkur átti leið út dalinn að þjónusta dauðvona sóknarbarn. Á leiðinni týndi hann kaleik sínum, patínu, víni og brauði. Var maður sendur að leita og fannst hvoru tveggja á þúfu neðan við bæinn að Skriðu. Kaleikurinn var fullur af víni, patínan yfir og á henni brauðið. Litið var á þetta sem kraftaverk og sagan hermir að reist hafi verið kapella til minningar um atburðinn með altarið þar sem þúfan var. Skömmu síðar var þar stofnað klaustur sem stóð til siðaskipta.

Stofnun klausturs og vígsla kirkjugarðs

Allt bendir til þess að Skriðuklaustur hafi verið stofnað 1493 þegar Stefán Jónsson, biskup í Skálholti 1491-1514, vísiteraði Austurland. Til er erfðaskrá frá 1494 þar sem klaustrinu eru ánafnaðar þrjár jarðir.
Fyrsti príor kemur að klaustrinu 1496, Narfi Jónsson. Sama ár vígir Stefán Skálholtsbiskup kirkjugarð fyrir heimamenn og Innsigli Narfa Jónssonar, fyrsta príorsins við Skriðuklaustur.pílagríma þá sem sýkjast kunna og deyja á staðnum auk þeirra er þangað kjósa sér leg.

Fyrsta gjöfin

Fyrsta gjöfin sem barst Skriðuklaustri var jörðin Skriða sem Hallsteinn Þorsteinsson og Cecilía Þorsteinsdóttir á Víðivöllum gáfu til klausturhalds. Í gjafabréfinu er sagt að þau hafi: „gefið jörðina alla Skriðu í Fljótsdal, fyrst að upphafi, guði almáttugum, jómfrú Maríu og helga blóði til ævinlegs klausturs.“ Jafnframt er þess getið að með fylgi hálfur reki, 700 faðmar, til móts við Kirkjubæ á Helmingasandi við Héraðsflóa, skógarpartur í landi Víðivalla ytri og selför í Seljadal. Næsta áratuginn eignaðist klaustrið nokkra tugi jarða og fékk fleiri góðar gjafir. Stærst er líklega gjöf Halldórs ríka Brynjólfssonar í Tungufelli 1497 en hún nam hundrað hundruðum, þar af voru sjö tugir hundraða í peningum og einn tugur í bókum og messuklæðum.

María mey og hið heilaga blóð

Klaustrið var helgað Maríu mey og hinu heilaga blóði.
Klaustur-MaríaKlausturkirkja var vígð 1512 en trúlegt er að þar hafi verið  kirkja áður þó að ekki séu staðfestar heimildir fyrir því. Klausturkirkjan var að öllum líkindum með mörgum ölturum, skreytt líkneskjum og öðrum fögrum kirkjugripum. Eftir að klaustrið lagðist af hrakaði kirkjunni en um 1670 var hún endurbyggð. Skriðukirkja var síðan lögð endanlega niður árið 1792, þremur öldum eftir stofnun klaustursins. Þá var einnig hætt að nota kirkjugarðinn og var hann ásamt rústum síðustu kirkjunnar friðlýstur sem þjóðminjar árið 1988.

Á síðmiðöldum jókst átrúnaður á líkama Krists  og sakramentin. Ein ástæðan voru krossferðirnar en í kjölfar þeirra tóku að berast til Evrópu í miklu magni helgir gripir eins og líkamshlutar Krists og postulanna og flísar úr krossinum á Golgata. Maríudýrkun jókst einnig á þessum tíma riddara og krossferða og María varð tákn skírlífis og móðurumhyggju. Þegar kom fram á 14. öld var trú á Maríu guðsmóður orðin útbreidd hér á landi eins og annars staðar í Evrópu og höfðu klausturhreyfingar hana í hávegum. Ort voru Maríukvæði og kirkjur reistar henni til heiðurs. Að helga Skriðuklaustur Maríu mey var því eðlilegt undir lok 15. aldar en ekki er vita um önnur klaustur eða kirkjur hér á landi sem helguð voru altarissakramentinu og raunar eru þess fá dæmi á Norðurlöndum.

Príórar Skriðuklausturs

Narfi Jónsson
1496 - 1506
Áður kirkjuprestur og officialis í Skálholti. Síðar ábóti í Þykkvabæ.
Þorvarður Helgason
1506 - 1530
Áður prestur í Vallanesi og á Valþjófsstað. Lést á Skriðuklaustri.
Jón Markússon
1530 - 1534
Áður prestur í Vallanesi og officialis. Lést á Skriðuklaustri.
Brandur Hrafnsson
1534 - 1552
Áður prestur á Hofi í Vopnafirði. Sneri aftur til Vopnafjarðar.

Helstu ártöl í sögu Klaustursins   

 • 1493   Klaustrið stofnað
 • 1494   Fyrstu gjafir
 • 1496   Kirkjugarður vígður 
 • 1496   Narfi settur príor
 • 1497   Gjöf Halldórs ríka
 • 1500   Gjafabréf Skriðu gert
 • 1506   Þorvarður settur príor
 • 1512   Klausturkirkjan vígð
 • 1530   Jón Markússon príor
 • 1534   Brandur settur príor
 • 1550   Siðbreytingin
 • 1552   Brandur príor farinn
 • 1554   Kóngur leigir klaustrið

 


Efnahagur

 

Upplýsingar

 • Opið

 • Hvar?

 • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

...og blóðborið lífið
endurfæðist æ ofan í æ,
sprettur ungt og eilífferskt
upp úr berri klöppinni
- á hverju einasta vori.

Svartfugl 1929


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni