Þú ert hér: Home Fornleifar Saga Skriðuklausturs
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

SaganÍslensk klaustur

Prenta út

Klaustur á Íslandi.Íslensk miðaldaklaustur voru samastaður karla og kvenna sem vildu helga líf sitt Guði. Í þeim fór fram strangt helgihald en jafnframt gegndu þau hagnýtu hlutverki í samfélaginu og sinntu fræðslu, fátækrahjálp, betrun og hjúkrun. Jafnframt voru skriftir og bókagerð hluti af starfsemi klaustra sem voru menningarsetur þess tíma ásamt biskupsstólunum.

Tvær klausturreglur

Á Íslandi störfuðu tvær klausturreglur á miðöldum, Benediktsregla og Ágústínusarregla. Þingeyrarklaustur var fyrsta klaustrið sem stofnað var til svo staðfest sé árið 1133 og voru þar Benediktsmunkar. Fyrsta Ágústínusarklaustrið var sett í Flatey á Breiðafirði 1172 en það var tólf árum síðar flutt að Helgafelli. Vitað er með vissu um níu klaustur sem starfrækt voru hérlendis en sagnir herma að einnig hafi verið klaustur í Bæ í Borgarfirði, á Keldum á Rangarávöllum og á Hraunþúfum í Vesturdal inn af Skagafirði. Skriðuklaustur var síðasta klaustrið sem efnt var til á kaþólskum tíma árið 1493.

Samfélagshlutverk Ágústínusa

KanúkiTöluverður munur var á klausturreglunum tveimur.
Í  Benediktsklaustrum voru  munkar eða nunnur sem ákeðið höfðu að eyða lífi sínu í að vegsama Drottin og æðstu embættin ábóti og abbadís. Ágústínusarklaustrin sátu hins vegar prestlærðir menn sem kölluðust kanúkar eða kórbræður og príor æðstur þeirra. Trúariðkun þeirra var ekki eins ströng og hjá Benediktum en meiri samfélagsskyldur lagðar á Ágústínusa. Þeim var meðal annars skylt að taka vel á móti pílagrímum og sjúkum og  víða ráku þeir skóla.

Heilagur Ágústínus

Heilagur Ágústínus.Heilagur Ágústínus fæddist í Tagaste, þar sem nú er Alsír, þann 13. nóvember árið 354. Árið 387 var hann skírður í Mílanó af Ambrósíusi biskupi eftir merkilega trúarreynslu.  Hann sat í garði í þungum þönkum og sorgmæddur yfir slæmsku heimsins, þegar hann heyrði börn að leik kalla út um glugga „Tolle lege, tolle lege“ sem þýðir „taktu og lestu“.  Ágústínus greip biblíuna og fann: „Framgöngum sómasamlega eins og á degi, ekki í ofáti né ofdrykkju, ekki í ólifnaði né saurlífi, ekki í þrætu né öfund, heldur íklæðist Drottni Jesú Kristi, og alið ekki önn fyrir holdinu, svo að það verði til að æsa girndir.” (Rómverjabréfið 13;13) Árið 389 sneri hann aftur til Tagaste og stofnaði til klausturlífs með vinum sínum.  Rit Ágústínusar eru iðulega persónuleg og lýsa hans eigin upplifun af Drottni og jafnvel verður Drottinn eins og príór í klaustri, fremstur meðal jafningja og ávallt til reiðu til þess að hjálpa þeim sem eru með honum í veröldinni. Ágústínus lést árið 430 í Hippó í Norður-Afríku þar sem hann var biskup.

Efnahagur
 
JPAGE_CURRENT_OF_TOTAL

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

     En - var ekki allt líf fórn?
 - væri því réttilega lifað.
Er það ekki það sem er gátan?

Aðventa 1937


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni