Þú ert hér: Home Fornleifar Rannsóknin Klaustur-María
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Klaustur-María

Prenta út
Uppruni: 1500-1600
Tækni: Útskurður
Efni: Eik
Mál: 29 x 21 cm
Hæð: 71 cm
Klaustur-María

Maríulíkneski úr eik, fagurlega útskorið og vel varðveitt. Líkneskið er holað út að aftan eins og flest þess konar líkneski.

Hin heilaga móðir situr á stól með kórónu á höfði og Jesúbarnið á hné sér. Hún hefur haldið á einhverju, sennilega veldissprota, sem nú er týnt. Aðra hendina vantar einnig á barnið en að öðru leyti er líkneskið óskaddað. Það hefur upprunalega verið málað, meðal annars í bláum og rauðum lit.

Talið er að líkneski þetta hafi staðið í klausturkirkjunni að Skriðu á sínum tíma sem helguð var Maríu mey og hinu heilaga blóði. Kirkjan var vígð 1512 en notuð allt fram undir lok 18. aldar er hún var afhelguð. Úttektir frá 17. og 18. öld greina frá Maríulíkneski í kirkjunni. Í elstu varðveittu úttektum frá 1598 og 1610 er Maríu hins vegar ekki getið. Rennir það stoðum undir einu heimildina sem tengir líkneskið við Skriðuklaustur. Sú heimild er stutt athugasemd frá enska kaupsýslumanninum Pike Ward sem eignaðist marga gamla gripi hér á landi um aldamótin 1900. Líkneskið kemur úr einkasafni hans sem Þjóðminjasafn Íslands fékk í sína vörslu um 1950. Um líkneskið skrifaði Ward:

Þegar Ísland hvarf frá kaþólskri trú til Lútherstrúar urðu menn að eyðileggja allar myndir af Maríu mey - og er bóndinn á Klaustri við Lagarfljót var að endurbyggja fjós sitt og reif niður veggi þess gamla, fann hann þetta líkan af Maríu mey og skírnarfont. Þessir hlutir voru sendir til Reykjavíkur en ég komst yfir Maríulíkanið eftir talsvert þref.Eftirlíking af Klaustur-Maríu í fullri stærð. Líkneskið er útskorið af Sigurði Ólafssyni og til sýnis í Gunnarshúsi.

Ólíklegt verður að teljast að líkneskið hafi legið í moldu svo öldum skiptir enda vel varðveitt. Á hinn bóginn má leiða líkum að því að við siðaskiptin hafi Maríulíkneskið verið falið en það síðan fundist nokkrum áratugum síðar og verið komið fyrir í kirkjunni á nýjan leik. Sögnin um þennan fund hafi síðan fylgt líkneskinu allt til þess dags er Englendingurinn Pike Ward keypti Klaustur-Maríu í Reykjavík fyrir rúmri öld.

 


 

Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Innra með sér var hann
frá sér numinn af unaði,
fann til þess í hverri taug
     og blóðdropa,
að hann var einkasonur
þessara hugumstóru fjalla.

Saga Borgarættarinnar 1929


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni