Þú ert hér: Home Staðurinn Gunnarshús
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Gunnarshús

Skriðuklaustur

Gunnar Gunnarsson keypti Skriðuklaustur síðla árs 1938. Vinur hans, þýski arkitektinn Fritz Höger, teiknaði fyrir hann evrópskan herragarð með útihúsum fyrir allt að 1500 fjár, hesta, kýr, svín og fiðurfénað ásamt geymslum fyrir vélar og bifreiðar.  Íbúðarhúsið (325 m²) sem byggt var 1939 er því aðeins lítill hluti allra bygginganna sem áttu að rísa á Skriðuklaustri. Að meðtöldum þeim tíu metrum sem vantar á aðra álmu íbúðarhússins var heildargrunnflötur áætlaðra bygginga 2800 m².

Fritz Höger kom aldrei til Íslands og hafði alla sína vitneskju um staðhætti frá Gunnari og úr bókum. Í grein sem hann skrifaði um þetta verkefni í Der Norden 1939 segir meðal annars:

„Það mikilvægasta á bænum er íbúðarhúsið fyrir Gunnar Gunnarsson, fjölskyldu hans, vinnuhjú og gesti. Næst koma gripahúsin fyrir allan bústofninn. Við það bætist þrefalt rými fyrir hlöður, heysíló og forðabúr handa fólki og skepnum svo að allir geti lifað af langa vetur með sólarhringslöngum nóttum, án þess að svelta. [...] Stolt og látlaus, spengileg og blátt áfram mun hún standa þarna, tvílyft byggingin, ein bæjarhúsa hlaðinúr risastykkjum úr blágrýti, fúgurnar hvítar, gluggarnir traustir og staðfastir, friðsamlegir og vingjarnlegir – þakið með breiðu, skýlandi þakskeggi í sama halla og þak alvöru fjallaskála með torfi á þakinu. Torfið, fallega grænt yfir stutt sumarið, fullt af blómum, eins og túnin og engin allt í kring; líka í  vetrardvala alveg eins og túnin þakin þykkum snjó. Þunna vetrargrasið hangir þá niður undan þak- kantinum eins og gamalt grátt skegg, með löngum grýlukertum. Svona verða þök allra húsanna, alveg eins, sama hvort um er að ræða gripahús, hlöður, bústjórahús eða skúra fyrir sleða, vagna, búvinnuvélar og bíl.“

Yfirlitsmynd HögersGunnar dreymdi um að reka stórbúskap á Skriðuklaustri í anda þess sem hann hafði kynnst í Danmörku. Hann hafði alla tíð mikla trú á landbúnaði og vildi sjá meiri ræktarsemi í sveitum Íslands. Hann réðist í jarðabætur á Skriðuklaustri og beitti sér fyrir stofnun ræktunarsambands á Héraði.
Búreksturinn hjá Gunnari varð hins vegar aldrei stór í sniðum, mest um 360 fjár árið 1947, 10 hestar, 5 kýr, nokkrir nautgripir og svín ásamt fiðurfénaði.
Upplýsingar

  • Opið

  • Hvar?

  • Verð

Júní-ágúst: Opið daglega kl. 10-18

Maí og sept: Opið daglega kl. 11-17

Apríl: Opið daglega kl. 12-16

1.-11. október: Opið daglega kl. 12-16

Nóv. - mars er opnunartími óreglulegur. Leitið upplýsinga.

Skriðuklaustur er í Fljótsdal fyrir botni Lagarfljóts. Kort

39 km frá Egilsstöðum

11 km frá Hallormsstað

5 km frá Hengifossi.

Á Skriðuklaustri er einnig Snæfellsstofa Vatnajökulsþjóðgarðs.

Fullorðnir (safn & leiðsögn) 1100 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.
Námsmenn 750 kr.
Eldri borgarar/Öryrkjar 550 kr.
Hópar (20+ manns) 900 kr.
Leiðsögn fornleifasvæði hópar (10>)
Fullorðnir 600 kr.
Börn 16 ára og yngri í fylgd með fullorðnum 0 kr.

 

 

Quotes

Öll erum við ekkert
nema sjórekin lík!
...Sjórekin lík
...á strönd
...lífsins

Strönd lífsins 1915


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni