Þú ert hér: Home Menningarsjóður Úthlutunarreglur
 • Increase font size
 • Default font size
 • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)
Print
There are no translations available.

gg-culture-fund-logo-stripe

 ÚTHLUTUNARREGLUR

 1. Samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur sjóðsins tvíþættur: annars vegar að renna stoðum undir starfsemi Stofnunar Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri með árlegum framlögum til hennar; hins vegar að styðja rithöfunda, listamenn, fræðimenn og námsfólk til verka er samræmast hlutverki Gunnarsstofnunar. Með þeim hætti er sjóðnum ætlað að efla menningarstarf á Skriðuklaustri og styrkja ímynd Gunnarsstofnunar sem menningarstofnunar. Hlutverk Stofnunar Gunnars Gunnarssonar er skv. skipulagsskrá hennar:
  • Að annast uppbyggingu og rekstur menningar- og fræðaseturs að Skriðuklaustri í Fljótsdal.
  • Að stunda fræðastarfsemi á sviði hugvísinda og leggja rækt við bókmenntir með áherslu á ritverk og ævi Gunnars Gunnarssonar.
  • Að reka dvalarstað fyrir lista- og fræðimenn og standa fyrir sýningum og öðrum listviðburðum.
  • Að stuðla að atvinnuþróun á Austurlandi og efla rannsóknir á austfirskum fræðum.
  • Að sinna alþjóðlegum menningartengslum og standa vörð um hugsjónir Gunnars Gunnarssonar.
 2. Stjórn sjóðsins ákveður áherslur við styrkúthlutun á hverju ári og skulu þær koma fram í auglýsingum og annarri kynningu á styrkumsóknum hverju sinni.
 3. Umsækjendur geta verið lögráða einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög.
 4. Æskilegt er að umsækjendur geti sýnt fram á fleiri fjárhagslega bakhjarla en Menningarsjóð Gunnarsstofnunar. Miðað skal við að styrkir séu ekki hærri fjárhæð en sem nemur helmingi alls kostnaðar, þ.e. 50% af kostnaði við verkefnið.
 5. Með umsókninni verður að fylgja greinargóð lýsing á verkefninu með verkáætlun og tímasetningum, ítarleg fjárhagsáætlun (kostnaðar- og tekjuáætlun) og upplýsingar um aðstandendur. Umsóknum skal skilað rafrænt á þar til gerðu eyðublaði. Mikilvægt er að umsóknir séu rétt útfylltar og öll skilyrði uppfyllt, að öðrum kosti verður umsókn hafnað.
 6. Umsækjandi ábyrgist að fullnægjandi leyfi séu fyrir framkvæmd verkefnis og notkun heimilda ef þarf, sem og öðrum þáttum verkefnisins.
 7. Menningarsjóður Gunnarsstofnunar og styrkþegi gera með sér sérstakan samning sem m.a. kveður á um fyrirkomulag greiðslu, lokaskýrslu og eftirfylgni. Miðað skal við að styrkir 200 þús. kr. eða lægri séu greiddir í einu lagi en hærri styrkir í tveimur greiðslum og seinni greiðsla ekki innt af hendi fyrr en lokaskýrslu hefur verið skilað.
 8. Styrkþegi skal skila lokaskýrslu um framkvæmd og árangur verkefnisins innan árs frá samþykkt umsóknar. Að öðru leyti ber styrkþega að veita sjóðnum upplýsingar um framkvæmd verkefnisins þegar eftir því verður leitað.
 9. Verkefnum sem hljóta styrki þarf að vera lokið innan árs frá styrkúthlutun.
 10. Umsóknir þurfa að vera á eyðublöðum frá sjóðnum og skilað ásamt fylgigögnum eigi síðar en á lokadegi auglýsts umsóknarfrest á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it .

 Samþykkt af stjórn sjóðsins 20. apríl 2015

 

Info

 • Open

 • Location

 • Fee

June - August: Open daily 10am - 6pm

May & September: Open daily 11am - 5pm

April: Open daily 12pm - 4pm

1.-11. October: Open daily 12pm - 4pm

November - March: Open occasionally. Ask for information.

Skriðuklaustur is in Fljótsdalur valley at the upper end of Lagarfljót lake - right by the highland road to Snæfell and Kárahnjúkar. Map

39 km from Egilsstaðir

11 km from Hallormsstaður forest

5 km from Hengifoss waterfall

A Visitor's centre for Vatnajökull National Park is also at Skriðuklaustur.

 
Adults (museum & guidance) 1100 kr
Children under 16 accompanied by adults 0 kr
Students 750 kr
Senior citizens / disabled 550 kr
Groups (20+) 900 kr
Guided tour of the archsite for groups (10>)
Adults 600 kr
Children under 16 accompanied by adults 0 kr

Quotes

...life renews itself,
springing young and fresh
and blood-warm from the
sterile rocks. Every summer.

The Black Cliffs 1929


Upcoming events

 • Opnun myndlistarsýninga
  December 02, 2017 (13:00 - 14:00)

  Siggi Ingólfs og Birgit Jung opna sýningar kl. 13.

 • Rithöfundar lesa úr verkum
  December 02, 2017 (14:00 - 15:00)

  Rithöfundar lesa úr verkum sínum kl. 14. Aðgangseyrir kr. 2000. Kaffi og kökur innifaldar.

 • Svavar Knútur - stofutónleikar
  December 02, 2017 (20:30 - 21:30)

  Svavar Knútur með stofutónleika á aðventunni kl. 20.30. Aðgangseyrir kr. 2000.

 • Grýlugleði - Gryla Festival
  December 03, 2017 (14:00 - 15:00)

  Árviss Grýlugleði um Grýlu og hyski hennar kl. 14. Allir velkomnir.

 • Opið kl. 13-17
  December 09, 2017 (13:00 - 17:00)

  Opið kl. 13.17 og dagskrá í tilefni 20 ára afmælis Gunnarsstofnunar kl. 14.