Aðventa verður að venju lesin þriðja sunnudag í aðventu á Skriðuklaustri. Að þessu sinni les Svanhildur Óskarsdóttir, sérfræðingur á Árnastofnun, söguna um Bensa og félaga hans. Lesturinn hefst kl. 14 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á kaffi og smákökur en lesturinn tekur rúmar tvær klukkustundir. Á sama tíma verður sagan lesin í Gunnarshúsi í Reykjavík, hjá Rithöfundasambandinu að Dyngjuvegi 8. Þar munu hjónin Olga Guðrún Árnadóttir og Guðmundur Ólafsson hefja lestur kl. 13.30. Þess má geta að sagan er lesin í Moskvu af rússneska leikaranum Veniamin Smekhov laugard. 14. des. og í Berlín las Matthias Scherwenikas Aðventu í íslenska sendiráðinu 1. des.

  • Created on .

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur