Interreg NPA project logoDACCHE

Digital Action on Climate Change on Heritage Environments (DACCHE)

Verkefnið snýst um að draga fram staðbundna þekkingu og nýta stafræna tækni til að gera samfélögum kleift að varðveita menningarlandslag og sýna hvernig það lagar sig að loftslagsbreytingum. En einnig til að skipuleggja framkvæmdaáætlanir við endurheimt landgæða í ljósi hraðra breytinga á umhverfinu. Þessar breytingar geta ógnað menningu, menningararfi og samfélagi á svæðum þar sem en stofnanir sem miðla menningararfinum eru lykilaðilar við að hvetja íbúa og ferðamenn til aukinnar vitundar og aðgerða. Á Íslandi eru Gunnarsstofnun og Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista þátttakendur í verkefninu.

Meginmarkmið eru:

  1. Að byggja upp hæfni í nærsamfélagi til að auka vitund og viðbrögð við áhrifum loftlagsbreytinga á viðkvæmt menningarlandslag og menningararf (með áherslu á yngri kynslóðir).
  2. Að myndgera áhrif loftlagsbreytinga á staði, landslag, minjar og óáþreifanlegar hefðir.
  3. Að miðla loftlagssögum til að breyta viðhorfum og ýta undir bætta hegðun.

Heimasíða verkefnisins: https://www.interreg-npa.eu/projects/dacche/

Aðilar að verkefninu:

Samstarfsaðilar íslensku aðilanna:

Verkefnistími: Júlí 2023 til júní 2026.

Kostnaður:

Heildarfjárhæð verkefnis er 1.448.871 EUR (217 mkr). Styrkur frá Norðurslóðaáætlun ESB er 919.266 EUR.

Hlutur íslenskra aðila er samtals 200.000 EUR eða 100.000 EUR á hvorn um sig, Gunnarsstofnun og Miðstöð stafrænna hugvísinda og lista. Hvor stofnun fær 65.000 EUR í styrk frá NPA (um 10 m.kr. á þremur árum).