Þú ert hér: Home Gunnarsson Institut Skipulagsskrá
 • Increase font size
 • Default font size
 • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)

Skipulagsskrá

Skipulagsskrá Stofnunar Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri

 

1. gr.

Stofnun Gunnars Gunnarssonar er sjálfseignarstofnun með sérstaka stjórn og starfar á grundvelli laga nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

Heimili og varnarþing stofnunarinnar er Skriðuklaustur í Fljótsdal. Stofnunin ber ein ábyrgð á skuldbindingum sínum með öllum eignum sínum.

2. gr.

Stofnun Gunnars Gunnarssonar er menningarstofnun sem starfar í anda gjafabréfs Gunnars Gunnarssonar skálds og Franziscu Gunnarsson eiginkonu hans, dags. 11. desember 1948. Með gjafabréfinu var jörðin Skriðuklaustur í Fljótsdal gefin íslenska ríkinu til ævarandi eignar og skal hún hagnýtt á þann hátt að til menningarauka horfi.
Hlutverk Stofnunar Gunnars Gunnarssonar er:

 1. Að annast uppbyggingu og rekstur menningar- og fræðaseturs að Skriðuklaustri í Fljótsdal.
 2. Að stunda fræðastarfsemi á sviði hugvísinda og leggja rækt við bókmenntir með áherslu á ritverk og ævi Gunnars Gunnarssonar.
 3. Að reka dvalarstað fyrir lista- og fræðimenn og standa fyrir sýningum og öðrum listviðburðum.
 4. Að stuðla að atvinnuþróun á Austurlandi og efla rannsóknir á austfirskum fræðum.
 5. Að sinna alþjóðlegum menningartengslum og standa vörð um hugsjónir Gunnars Gunnarssonar.

Stofnun Gunnars Gunnarssonar hefur Gunnarshús að Skriðuklaustri ásamt tilheyrandi húsum og landi til umráða fyrir starfsemi sína samkvæmt sérstökum samningi við menntamálaráðuneyti. Í þeim samningi skulu tilgreind skilyrði fyrir afnotum Stofnunar Gunnars Gunnarssonar af eignum gjafabréfsins.

3. gr.

Stofnendur Stofnunar Gunnars Gunnarssonar eru: menntamálaráðuneyti, Háskóli Íslands, Rithöfundasamband Íslands, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Þróunarfélag Austurlands.
Heildarfjárhæð stofnfjár nemur 700 þúsund krónum. Stofnendur leggja fram 140.000 króna stofnframlag hver til stofnunarinnar sem skal vera óskerðanlegur höfuðstóll og ávaxta með tryggilegum hætti. Fjárhagslegar skuldbindingar stofnunarinnar umfram stofnframlag eru stofnendum óviðkomandi.

4. gr.

Stjórn Stofnunar Gunnars Gunnarssonar er skipuð fimm manns til þriggja ára í senn og skulu varamenn tilnefndir með sama hætti. Af þessum fimm fulltrúum skipar menntamálaráðherra einn fulltrúa og skal hann vera fulltrúi afkomenda Gunnars Gunnarssonar, Háskóli Íslands skipar einn fulltrúa, Rithöfundasamband Íslands skipar einn fulltrúa, Stofnun Árna Magnússonar skipar einn fulltrúa og Þróunarfélag Austurlands skipar einn fulltrúa. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi hvers árs.

5. gr.

Stjórn Stofnunar Gunnars Gunnarssonar ber að vinna að markmiðum stofnunarinnar samkvæmt sérstökum samningi við menntamálaráðuneyti. Stjórnin ber ábyrgð á rekstri, fjárhag og eignum stofnunarinnar og kemur fram fyrir hennar hönd gagnvart þeim sem veita henni fjárhagslegan stuðning. Stjórnin ákveður meginþætti í stefnu og starfstilhögun stofnunarinnar, í samræmi við skipulagsskrá, og getur sett sér og stofnuninni starfsreglur.
Boða skal stjórnarfundi með tryggilegum hætti. Enga mikilvæga ákvörðun má taka fyrir hönd stofnunarinnar nema stjórnin sé fullskipuð.

6. gr.

Stjórn Stofnunar Gunnars Gunnarssonar ræður forstöðumann og ákveður laun hans og starfskjör. Forstöðumaður annast daglegan rekstur og ber ábyrgð gagnvart stjórn stofnunarinnar. Hann vinnur samkvæmt ráðningarsamningi og starfslýsingu, skipulagsskrá stofnunarinnar og fyrirmælum stjórnar. Forstöðumaður fer með fjármál í umboði stjórnar, undirbýr fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár sem skal lögð fyrir stjórn í ársbyrjun ár hvert, vinnur að fjáröflun og sér til þess að reikningar stofnunarinnar séu færðir samkvæmt gildandi reglum og að ársreikningar séu gerðir. Jafnframt annast hann starfsmannaráðningar í samráði við stjórn.

7. gr.

Tekjur Stofnunar Gunnars Gunnarssonar auk vaxta af stofnframlagi eru árleg framlög frá ríkinu samkvæmt samningi við menntamálaráðuneytið, tekjur af þjónustu auk frjálsra framlaga frá einstaklingum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og samtökum og annars aflafjár.
Tekjum og eignum Stofnunar Gunnars Gunnarssonar má einvörðungu verja í þeim tilgangi sem samrýmist markmiðum stofnunarinnar.

8. gr.

Til þess að stofnunin geti náð megintilgangi sínum er stjórninni heimilt fyrir hönd stofnunarinnar að eiga samstarf við aðra aðila, þ.m.t. stofnaðila og gerast í því skyni aðili að samstarfssamningi um lengri eða skemmri tíma.

9. gr.

Reikningsár Stofnunar Gunnars Gunnarssonar er frá 1. janúar til 31. desember ár hvert. Forstöðumaður skal í fyrstu viku marsmánaðar leggja eftirfarandi gögn fyrir stjórn stofnunarinnar til afgreiðslu:

 1. Skýrslu um starfsemi síðasta starfsárs.
 2. Endurskoðaðan ársreikning liðins starfsárs.
 3. Fjárhagsáætlun, sbr. 6. gr.

Reikningar Stofnunar Gunnars Gunnarssonar skulu endurskoðaðir eða hljóta könnunaráritun af löggiltum endurskoðanda, sem skipaður er af stjórn í eitt ár í senn. Formaður stjórnar skal sjá til þess að endurskoðaður ársreikningur berist Ríkisendurskoðun eigi síðar en 30. júní ár hvert fyrir næstliðið ár ásamt skýrslu um hvernig fé stofnunarinnar hefur verið ráðstafað á því ári. Um reikningshald fer að lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

10. gr.

Leita skal staðfestingar sýslumannsins á Sauðárkróki á skipulagsskrá þessari. Skipulagsskránni verður aðeins breytt með samþykki allra stjórnarmanna og skulu þær hljóta staðfestingu sýslumannsins á Sauðárkróki.
Stofnuninni verður slitið með sameiginlegri ákvörðun allra stjórnarmanna og stofnenda. Verði starfsemi Stofnunar Gunnars Gunnarssonar hætt og stofnunin lögð niður skal eignum hennar varið svo til menningarauka horfi á Austurlandi.

Skriðuklaustri, 18. maí 2007.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
F.h. menntamálaráðuneytis

Jón Atli Benediktsson
F.h. Háskóla Íslands

Pétur Gunnarsson
F.h. Rithöfundasambands Íslands

Vésteinn Ólason
F.h. Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Stefán Stefánsson
F.h. Þróunarfélags Austurlands

Staðfest f.h. afkomenda Gunnars Gunnarssonar.
Gunnar Gunnarsson
Gunnar Björn Gunnarsson

Skipulagsskrá þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum um sjóði
og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, nr. 19/1988.

Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 2007.
Info

 • Wann

 • Wo?

 • Preis

Juni-August: täglich 10-18 Uhr

Mai und September: täglich 11-17 Uhr

April: täglich 12-16 Uhr

1.-11. Oktober: täglich 12-16 Uhr

Nov.-March: geöffnet auf Anfrage.

 

Das Skriðuklaustur befindet sich in Fljótsdal am Südufer des Sees Lagarfljóts. Karte

39 km von Egilsstaðir

11 km von Hallormsstaður

5 km von Hengifoss

In Skriðuklaustri befindet sich auch ein Besucherzentrum des Vatnajökull Nationalparks.

Erwachsene (Museum und Führung) 1100 kr.
Kinder bis 16 Jahre 0 kr.
Studenten 750 kr.
Senioren / Behinderte 550 kr.
Gruppen (20+Pers.) 900 kr.
Führung durch die Ausgrabung, Gruppen (10>)
Erwachsene 600 kr.
Kinder bis 16 Jahre 0 kr.

 

 

Zitate

 ...wo das Leben sich erneuert,
      jung und gesund und
       blutwarm aus dem
   unfruchtbaren Felsen
herauspringt.
    In jedem Sommer!

Schwarze Vögel 1929


Á döfinni

Engir viðburðir á næstunni