Þú ert hér: Home Gunnarsson Institut Menningarsjóður Úthlutun
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
Leit

Skriðuklaustur

Icelandic(IS)Deutsch (DE-CH-AT)French (Fr)English (United Kingdom)
Drucken
There are no translations available.

gg-culture-fund-logo-stripe

 

ÚTHLUTUN 2017


Sex umsóknir bárust um styrki fyrir samtals 2,4 m.kr. Sjóðsstjórn ákvað að úthluta til fjögurra verkefna og fór úthlutun fram á Skriðuklaustri fimmtudaginn 18. maí, á fæðingardegi skáldsins.

 

500.000 kr. styrkur

Hæsta styrkinn, 500.000 kr.,  hlaut Ottó Geir Borg og Kvikmyndafélag Íslands vegna kvikmyndahandrits að Aðventu. Kvikmyndafélag Íslands er framleiðandi myndarinnar sem verður alþjóðleg stórmynd en unnið er að fjármögnun hennar.

 

250.000 kr. styrkur

Næsthæsta styrkinn hlaut Haukur Ingvarsson í verkefnið William Faulkner á Íslandi. Rannsókn á heimsókn Nóbelsskáldsins til Íslands 1955 en Gunnar Gunnarsson, sem var formaður bókmenntaráðs hins nýstofnaða Almenna Bókafélags, var Faulkner til halds og trausts meðan á heimsókninni stóð. Þessi rannsókn er hluti af doktorsrannsókn Hauks á viðtökum skáldverka Faulkners á Íslandi.

 

200.000 kr. styrkir

Tvö verkefni hlutu 200.000 kr. styrki. Annars vegar verkefni Hannesar H. Gissurarsonar, Gunnar Gunnarsson í kalda stríðinu, ritgerð um baráttu Gunnars og annarra menntamanna gegn kommúnisma. Ritgerðin verður formáli með ræðusafni þar sem m.a. ræða Gunnars, Vestræn menning og kommúnismi frá 1954 verðu endurútgefin með skýringum.

 

Hitt verkefnið var listsýningin Fædd í Sláturhúsinu, myndlistarsýning Steinunnar Gunnlaugsdóttur og fleiri ungra listamanna frá Íslandi, Þýskalandi, Sýrlandi og Madagaskar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í sumar í samvinnu við Meningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs.

 

---------------

 

ÚTHLUTUN 2015


Níu umsóknir bárust um styrki fyrir samtals fjórar milljónir króna en til ráðstöfunar var ein milljón króna. Sjóðsstjórn ákvað að úthluta til fjögurra verkefna og fór úthlutun fram á Skriðuklaustri mánudaginn 18. maí, á fæðingardegi skáldsins.

Þrjá styrki upp á 200.000 krónur hlutu:

Hallveig K. Eiríksdóttir og Þorvaldur S. Helgason í verkefnið Sælir eru leikglaðir sem er leiksýning byggð á skáldsögu Gunnars Gunnarssonar Sælir eru einfaldir. Þátttökuleikhús unnið upp úr söguþræði bókarinnar sem og lífi og starfi Gunnars. Sett upp í Gunnarshúsum á Skriðuklaustri og í Reykjavík.

Jón Hjartarson fyrir verkefnið Þjófurinn okkar sem er handrit að leikverki, þremur einþáttungum fyrir fáa leikara, unnið upp úr þremur smásögum Gunnars Gunnarssonar: Stóra-Jóni, Lystisemdum veraldar og Frómir og ófrómir.

Oskar Vistdal til að þýða Svartfugl á norsku til útgáfu í Noregi. Oskar hefur þegar þýtt Aðventu á norsku og ritað fræðibók um Gunnar og samskipti hans við norska skáldbræður.

Hæsta styrkinn, 400.000 krónur hlaut:

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson til að skrifa handrit að heimildarmynd um Gunnar Gunnarsson þar sem ævi hans verður rakin og farið yfir skáldsögur hans og þær skoðaðar í samhengi við aðrar bókmenntir, íslenskar og erlendar.

Styrkþegar ásamt sjóðsstjórn: Helgi Gíslason, formaður sjóðsstjórnar, Jón Hjartarson, Hallveig K. Eiríksdóttir, Jóhanna Hafliðadóttir f.h. Oskars Vistdal, Ari Sigurjónsson f.h. Sigurgeirs Orra Sigurgeirssonar, Sigríður Sigmundsdóttir og Gunnar Björn Gunnarsson.

Styrkþegar ásamt sjóðsstjórn: Helgi Gíslason, formaður sjóðsstjórnar, Jón Hjartarson, Hallveig K. Eiríksdóttir, Jóhanna Hafliðadóttir f.h. Oskars Vistdal, Ari Sigurjónsson f.h. Sigurgeirs Orra Sigurgeirssonar, Sigríður Sigmundsdóttir og Gunnar Björn Gunnarsson.

 

Info

  • Wann

  • Wo?

  • Preis

Juni-August: täglich 10-18 Uhr

Mai und September: täglich 11-17 Uhr

April: täglich 12-16 Uhr

1.-11. Oktober: täglich 12-16 Uhr

Nov.-March: geöffnet auf Anfrage.

 

Das Skriðuklaustur befindet sich in Fljótsdal am Südufer des Sees Lagarfljóts. Karte

39 km von Egilsstaðir

11 km von Hallormsstaður

5 km von Hengifoss

In Skriðuklaustri befindet sich auch ein Besucherzentrum des Vatnajökull Nationalparks.

Erwachsene (Museum und Führung) 1100 kr.
Kinder bis 16 Jahre 0 kr.
Studenten 750 kr.
Senioren / Behinderte 550 kr.
Gruppen (20+Pers.) 900 kr.
Führung durch die Ausgrabung, Gruppen (10>)
Erwachsene 600 kr.
Kinder bis 16 Jahre 0 kr.

 

 

Zitate

War nicht dies das Rätsel,
  daß die Kraft des Wachstums
eine innere Kraft ist, eine
eigentliche Selbstverleugnung,
und daß alles Leben, das nicht
im innersten Kern Opfer ist, eine Überhebung ist und der
Tod sein Sold?

Advent im Hochgebirge 1937


Á döfinni