Sýningar og viðburðir

Viðburðir eru margir á ári hverju á Skriðuklaustri. Haldnir eru tónleikar, málþing og fyrirlestrar auk annarra viðburða. Nokkrir fastir viðburðir hafa skapað sér sess og eru orðnir árvissir. Má þar nefna: Píslargöngu frá Valþjófsstað í Skriðuklaustur á föstudeginum langa í samvinnu við presta á Héraði; messu á klausturrústum þriðja sunnudag í ágúst; Grýlugleði fyrsta sunnudag í aðventu; og upplestur á Aðventu Gunnars þriðja sunnudag í aðventu. Þá er hefð fyrir tónleikum á Fljótsdalsdegi Ormsteitis ásamt óhefðbundnu íþróttamóti. Fylgist með viðburðum á Facebook Skriðuklausturs.

 


Sýningar

Í Gunnarshúsi eru fastar sýningar um rithöfundinn Gunnar Gunnarsson, líf hans og verk, og um sögu miðaldaklaustursins og fornleifarannsóknina sem fram fór 2002-2012. Tímabundnar sýningar eru settar upp, m.a. kringum páska og stundum á aðventunni. Þá er oft efnt til sumarsýninga af þjóðfræðilegum toga þar sem sótt er í smiðju austfirsks sagnaarfs.

FASTAR SÝNINGAR í Gunnarshúsi

Sýningar í Gallerí Klaustur

Í litlu og skemmtilegu hornherbergi er snýr út að suðurstéttinni á neðri hæð Gunnarshús er starfrækt sýningargallerí. Lögð er áhersla á sýningar starfandi myndlistamanna á Austurlandi en einnig býðst gestum gestaíbúðar að sýna í rýminu. Þá eru aðrir listamenn alltaf velkomnir með sýningar. Sýningar í gallerí Klaustri standa í 3-4 vikur frá vori til hausts en að vetrinum eru sýningar yfirleitt í tengslum við aðra viðburði.

Þeir sem hafa áhuga á að sýna í Gallerí Klaustri geta haft samband við forstöðumann Gunnarsstofnunar.

GALLERÍ KLAUSTUR

GALLERÍ KLAUSTUR - SÝNINGASKRÁ

Viðburðir

Viðburðir eru margir á ári hverju á Skriðuklaustri. Haldnir eru tónleikar, málþing og fyrirlestrar auk annarra viðburða. Nokkrir fastir viðburðir eru orðnir árvissir. Má þar nefna: Píslargöngu frá Valþjófsstað í Skriðuklaustur á föstudeginum langa í samvinnu við presta á Héraði; messu á klausturrústum þriðja sunnudag í ágúst; Grýlugleði fyrsta sunnudag í aðventu; og upplestur á Aðventu Gunnars þriðja sunnudag í aðventu. Þá er hefð fyrir tónleikum á Fljótsdalsdegi Ormsteitis ásamt óhefðbundnu íþróttamóti. Fylgist með viðburðum á Facebook Skriðuklausturs.

VIÐBURÐIR

VIÐBURÐIR Á FACEBOOK


Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur