Frá og með 1. maí er opið alla daga frá kl. 12 til 17. Hádegis- og kaffihlaðborð hjá Klausturkaffi og sýningar opnar í húsinu. Sunnudaginn 4. maí lýkur sýningunni Tréskurður - handverk og list og við tekur í stássstofunni sýningin Undir Klausturhæð, um miðaldaklaustrið á Skriðu, sögu þess og rannsókn. Laugardaginn 10. maí kl. 14 verður opnuð í gallerí Klaustri sýning Arons Kale og Írisar Lindar sem er hluti af listahátíðinni List án landamæra. Sama dag kl. 16 mun Anna Kristjánsdóttir, prófessor emeríta við HÍ, flytja erindi sem hún kallar Feðgarnir og segja frá bók sem hún er með í smíðum um Sæbjörn Egilsson bónda á Hrafnkelsstöðum og Magnús Sæbjörnsson sem varð læknir í Flatey á Breiðafirði. Sunnudaginn 18. maí mun Gunnarsstofnun svo standa fyrir málþingi í Norræna húsinu í Reykjavík í tilefni þess að þá verða liðin 125 ára frá fæðingu Gunnars skálds.

  • Created on .

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur