Þá er haustið gengið í garð og ekki opið lengur upp á hvern dag á Skriðuklaustri. Um helgina verður þó opið og er það síðasta opnunarhelgi fyrir haustdvala. Opið verður á laugardag kl. 14-17 en þá er réttað í Melarétt kl. 11.30-14. Á sunnudaginn verður opið kl. 12-17. Kaffihlaðborð og hádegishlaðborð verða hjá Klausturkaffi en einnig er rétt að minna á að þetta eru síðustu forvöð til að sjá sýninguna Undir Klausturhæð, sýningu um miðaldaklaustrið. Þeir sem ekki eru þegar búnir að skoða minjasvæði eftir formlega opnun þess geta að sjálfsögðu skoðað það áfram inn í haustið þó að ekki sé opið  í Gunnarshúsi og Snæfellsstofa verður einnig opin út september kl. 10-16 virka daga og kl. 13-17 um helgar. Þá er rétt að minna á að lomber vetrarins hefst nk. föstudagskvöld á Skriðuklaustri og verður spilað frá kl. 20.00.

  • Created on .

Hafðu samband

  • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Komdu í heimsókn

Fylgdu okkur